Störukeppnin

Samningaviðræður við Evrópusambandið eru stopp. Evrópusambandið neitar að opna á viðræður um sjávarútveg. Fyrirvari og kröfur Íslendinga um fullt forræði yfir fiskimiðunum er algjörlega óaðgengilegt fyrir ESB.  Þeir fyrirvarar Íslands eru bundnir í samþykktum Alþingis og ekki fram hjá þeim gengið:

"Samstaða var í nefndinni um meginmarkmið í samningaviðræðum við ESB varðandi sjávarútveginn. Þau lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Það felur í sér forræði í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna. Auk þess verði leitað eftir eins víðtæku forsvari í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er lúti málefni að íslenskum hagsmunum. Jafnframt verði haldið í möguleika á því að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu ESB í framtíðinni. Í þessu sambandi er rétt að undirstrika þjóðhagslegt mikilvægi atvinnugreinarinnar, en meiri hlutinn telur að með þessu megi tryggja að breytingar sem verða á fiskveiðistjórn hér á landi verði að undirlagi íslenskra stjórnvalda og áhrif landsins aukist á þessu sviði í Evrópusamstarfi. Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt".

 Íslendingar höfðu lagt fram sína vinnu í sjávarútvegsmálum og kröfurnar lágu fyrir í þeim efnum. ESB lagði ekkert fram annað, en kröfuna um að Ísland samþykkti forræði ESB yfir fiskimiðunum.

Afturköllun IPA- styrkjanna - skýr skilaboð ESB

Einhliða afturköllun ESB á IPA-styrkjunum, aðlögunarstyrkjum sem umsóknarríki fær frá Sambandinu  eru einnig skýr skilaboð í verki að þeir hjá ESB líta ekki lengur á Ísland sem umsóknarríki.

Hvernig sem menn vilja orða hlutina er umsóknin fullkomlega strand af beggja hálfu og getur ekki haldið áfram nema Alþingi taki málið aftur fyrir, felli niður fyrirvarana sem það setti með umsókninni og sendi inn nánast nýja umdsókn, sem fellur að skilyrðum og kröfum ESB. Fyrir því er enginn pólitískur meirihluti á Alþingi. Um þetta segir í greinargerðinni með þingsályktuninni:


  "  Á hinn bóginn leggur meiri hlutinn áherslu á að ríkisstjórnin fylgi þeim leiðbeiningum sem gefnar eru með áliti þessu um þá grundvallarhagsmuni sem um er að ræða.

Að mati meiri hlutans verður ekki vikið frá þeim hagsmunum án undanfarandi umræðu á vettvangi Alþingis og leggur meiri hlutinn til að orðalagi þingsályktunartillögunnar verði breytt með hliðsjón af þessu".

"Störukeppnin" tilgangslaus

Nú er komið í ljós að bæði í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum verður Ísland að gefa í grundvallaratriðum eftir fyrir kröfum Evróðusambandsins til að aðlögunarferlið geti haldið áfram.  Samkvæmt ákvörðun  Alþingis hefur ríkisstjórnin ekki heimild til þess og áframhaldandi "störukeppni" Íslenskra stjórnvalda og ESB tilgangslaus. Hún aðeins skaðar uppbyggingu eðilegra tvíhliða samskipta milli Íslands annarsvegar og ríkjasambands Evrópbandalagsins hinsvegar.
   

Afturköllun umsóknarinnar er því hið eina eðlilega og heiðarlega svar Íslendinga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband