Föstudagur, 21. febrúar 2014
ESB- umsóknin afturkölluð - sigur þjóðarinnar
Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna samþykktu rétt í þessu að leggja fyrir Alþingi ályktun um að hætta formlega aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið og afturkalla umsóknina frá 16. júlí 2009.Umsóknin verði dregin til baka
Það skal fúslega viðurkennt að fyrir mig persónulega er þetta mikið gleðiefni. Ég var andvígur þessari umsókn frá byrjun; hún gekk gegn hugsjónum mínum og stefnu þess flokks og kosningaloforðum sem ég á þeim tíma helgaði pólitíska krafta mína, Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Forysta flokksins sem réði ferð, gekk því miður á bak kosningaloforða og grunnstefnu Vg eftir kosningarnar vorið 2009 og sótti um aðild að ESB.
Ég sem ráðherra gætti þess eins og ég gat að hagsmunum Íslands, fullveldi og forræði yfir náttúrauðlindum yrði ekki fórnað í aðlögunaferlinu. Fljótlega var ljóst að ekki yrði gengið lengra í aðlögunarferlinu í tilteknum köflum nema látið yrði undan kröfum og skilyrðum ESB s.s. í landbúnaðar og sjávarútvegsmálum um framsal á fullveldi yfir auðlindunum til Brussel. Ég var ekki tilbúinn til þess né heldur taldi ég að Aþingi hefði heimilað slíkt. Þannig var staðan í árslok 2011. Því var aðlögunarferlið í löngu raun löngu komið í algjört öngstræti þegar loks hlé var gert á ferlinu í upphafi árs 2013. Það gat ekki haldið áfram nema fyrir lægi verulegt og varanlegt framsal á fullveldi Íslendinga í grunnþáttum Lýðveldisins.
Samtökin Nei við ESB, Heimssýn, Ísafold, Herjan og Vinstrivaktin gegn ESB efndu til baráttufunda í Skagafirði og Húnavatnssýslum sl. miðvikudag og fimmtudag. Fundirnir voru afar vel sóttir og mikil stemming og einhugur að baki því að umsóknin væri afturkölluð. Léttur baráttuhugur í fólki
Voru þeir fyrstir í röð slíkra funda sem fyrirhuguð er víða um land. Næst í röðinni er Reykjavík á þriðjudagskvöld.
Þessi samþykkt ríkisstjórnarflokkanna sem mbl.is greinir frá í dag um tafarlausa afturköllun umsóknarinnar er landsmönnum öllum mikið gleðiefni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.