Fimmtudagur, 30. janúar 2014
Rauđa matstofan - Guđni Guđnason minning
Rauđa Matstofan á Ásvallagötu 16 í Reykjavík var eins og alţýđuháskóli fyrir róttćkan sveitapilt og menntskćling , en ţarna var ég í fćđi veturinn 1963-1964. Hún Guđrún, sem rak Matstofuna á heimili sínu var ekkja, mađur hennar hafđi falliđ frá ungum börnum og ég minnist hennar sem einstaklega hlýrrar konu. Hún var eins og móđir kostgangaranna, ţó svo aldursbil ţeirra vćri breitt. Ekki veit ég hversu lengi " Rauđa matstofan" hafđi boriđ ţetta nafn en rauđ var hún ţau ár sem ég hafđi ţar kynni. Og ţarna leituđu einkum námsmenn utan af landi og verkamenn sem bjuggu einir eđa voru tímabundiđ í bćnum.
Ţarna kynntist ég Guđna Guđnasyni, sem bjó í sambúđ međ Guđrúnu á Ásvallagötu 16. Ţau voru hvort öđru til halds og trausts. Guđni var afar glettinn og glađlyndur, víđlesinn og margfróđur. Viđ matborđiđ var gjarnan tekist á um pólitíkina, einarđa verkalýđsbaráttu. Ţá var ţađ Guđni sem stýrđi umrćđunni og gaf ekki eftir. Ţegar nálgađist suđupunkt og Guđrúnu fannst komiđ nóg, ţjappađi Guđni efninu saman í einfalt og auđskiljanlegt mál hins sanna félagshyggjumanns, kommúnista og verkamannsins á eyrinni. Hann hafđi bćđi hugmyndafrćđina og raunveruleikann á hreinu. Undir ljúfu og hćgu yfirbragđinu leyndist kappsfullur og einlćgur stríđsmađur fyrir bćttum kjörum allra ţeirra sem hallađi á í samfélaginu. Orđ hans voru okkur sem óskráđ lög og speki hins sanna sósialista.
Hann hafđi sterk orđ um ţađ ţá hversu honum ţótti verkalýđsforystan vera hugdeig og vćrukćr. Mér er sem ég sjái viđbrögđ Guđna viđ ađ horfa í beinni útsendingu á forseta ASÍ fađma heitt og innlega viđsemjanda sinn og andstćđing viđ lok smánar kjarasamninga sem hafa nú veriđ felldir af stórum hluta verkafólks.
Guđni gćti hafa spurt hvort forseti ASÍ hafi nokkurn tíma fađmađ almennan verkamann svo heitt, stoltur yfir árangri beittrar baráttu. Guđni, ţessi einlćgi baráttumađur hreif ađra međ sér, hleypti ţeim kapp í kinn hvar sem hann fór.
Guđni Guđnason fćddist á Eyjum í Kjós 2. ágúst 1915. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík miđvikudaginn 15. janúar 2014. Útförin fór fram 24. jan. sl.
Guđni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og varđ cand. juris. frá Háskóla Íslands 27. janúar 1944. Starfađi ađ afloknu prófi á Ísafirđi sem trúnađarmađur verđlagsstjóra til ársloka 1944; var síđan ritari húsaleigunefndar Reykjavíkur til október 1946, en réđst ţá sem fulltrúi á málflutningsskrifstofu Einars B. Guđmundssonar og Guđlaugs Ţorlákssonar og starfađi ţar til mars 1949 er hann fór til Danmerkur ađ kynna sér tryggingamál. Hérađsdómslögmađur 27. apríl 1946. Rak málflutningsstofu í Reykjavík 1950-1953. Stundađi sjómennsku og byggingarvinnu frá júní 1953 til október 1955. Fulltrúi hjá Steini Jónssyni hdl. í Reykjavík frá október 1955 til október 1957. Fulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ritstjóri tímaritsins Sveitarstjórnarmála frá október 1957 til ársloka 1959. Byggingaverkamađur í Reykjavík 1960 1963. Fulltrúi hjá bćjarfógetanum í Hafnarfirđi og sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu frá mars 1964 mars 1966. Fulltrúi hjá Árna Gunnlaugssyni hrl. í Hafnarfirđi frá mars 1966 til júní 1978. Rak eigin málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá júní 1978 til júní 1988. Félags- og trúnađarstörf: Í stjórn Félags róttćkra stúdenta 1939-1940. Í stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur 1964-73, formađur 1970-1973. Í stjórn Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar frá 1964-1984. ( Mbl.24.01.2014)
Nú er ţessi höfđingi fallinn frá nćr aldargamall. Ţađ fór vel á ţví ađ bera kistu Guđna úr kirkju undir flutningi "Nallans" alţjóđlegs baráttusöngs verkamanna.
Einföld, tćr og kćrleiksrík lífsspeki Guđna Guđnasonar hefur veriđ mér hugstćđ frá okkar fyrstu kynnum.
Ég ţakka Guđna stundirnar á Rauđu Matstofunni og annarra góđra síđar ţegar leiđir okkar lágu saman.
Blessuđ sé minning Guđna Guđnasonar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.