Fimmtudagur, 23. janúar 2014
Ofríki ESB gegn Færeyingum heldur áfram
Evrópusambandið hefur í dag beitt neitunarvaldi innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO við því að tekin sé til efnislegrar meðferðar kæra Færeyinga um lögmæti viðskiptaþvingana sem ESB hefur lagt á vegna síldar og makrílveiða þeirra. Kom í veg fyrir kæru Færeyja
Evrópusambandið hefur enhliða beitt Færeyinga refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna síldar og makrílveiða. ESB tekur sér þar lögregluvald yfir litlum strandríkjum á Norðurslóð sem eru að nýta auðlindir innan sinnar eigin lögsögu.
Í krafti stærðar setur ESB afarkosti sem eru í raun brot á alþjóðalögum. Myndu þeir hafa gert þetta t.d. gegn Rússlandi? Gamla Nýlendustefnan heldur velli.
Mér finnst við Íslendingar alltof aumir í þessum samskiptum og stjórnvöld eiga að bregðast mun harðar við til stuðnings Færeyingum í stríði þeirra við ESB. Þetta er líka okkar stríð. Þetta snýst um hagsmuni og sjálfstæðan rétt smáríkja til veiða í lögsögu sinni, strandríkja á Norðurslóð til að nýta auðlindar sínar og semja um þær samkvæmt alþjóðalögum.
ESB telur sig geta deilt og drottnað í krafti stærðarmunar og komið í veg fyrir að smáþjóðir geti leitað réttar síns hjá Alþjóðastofnunum sem báðir eru aðilar að.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.