Sammála Stefáni Ólafssyni - þvílík lágkúra

Að íslensk stjórnvöld  fari í málshöfðun við ESB útaf vanefndum í IPA- styrkjunum er alveg ótrúleg lágkúra og tvískinnungsháttur. Sömu stjórnvöld, sömu stjórnmálamenn lofuðu fyrir kosningar að afturkalla umsókn að ESB. Þau loforð áttu stjórnvöld að efna strax á sumarþingi og þá væri þessu máli lokið. Eftir að umsóknin væri út úr heiminum gátu þau einbeitt sér að auknum samskiptum við ESB á heiðarlegum tvíhliða grunni með hreint borð. Ef þessu heldur fram er að verða lítill munur í þessu máli  á undirlægjuhættinum hjá þessari ríkisstjórn og hinni sem var undir forystu  Samfylkingarinnar og ESB-sinnanna í VG. Bragð er að þegar Samfylkingarmanninum og Sambandssinnanum Stefáni Ólafssyni blöskrar:   „Eru engin takmörk fyrir því hversu lágkúrulegir við Íslendingar eigum að vera?“

 Að fara í máslsókn við ESB út af styrkjum sem aldrei átti að þiggja og núverandi stjórnarflokkar voru andvígir sýnir ótrúlegan skort á dómgreind og sjálfsvirðingu.  Bjóst einhver við að ESB myndi standa við þá samninga ef umsóknin væri afturkölluð?.  Forsendur styrkjanna voru þar með brostnar. Og var það vilji stjórnvalda að þessir IPA styrkir héldu áfram vitandi hver tilgangur þeirra var? Skoða réttarstöðu vegna IPA-styrkja 

Gildir þar einu hvort ESB sé að brjóta þar einhverja ímyndaða samninga eða ekki. Forsvarsmenn ESB hafa lýst því mjög ákveðið, sem við vissum fyrir  að IPA styrkir eru aðeins til að undirbúa umsóknar land til inngöngu í ESB. Styrkirnir eru hluti af innlimunarferlinu og veittir á þeim forsendum, sama  hver verkefnin eru, góð eða slæm. Esb er í raun búin að slíta þessum "viðræðum" og segir: "hættum þessari vitleysu"

 Utanríkisráðherra á bara einn kost

Utanríkisráðherra á nú þann eina kost að sýna myndugleik og standa við stefnu og kosningaloforð flokks sín og leggja strax fyrir þingið tillögu um afturköllun umsóknarinnar.

Spor fyrrverandi stjórnarflokka og svikanna hjá forystu VG  í ESB - málum ættu að hræða  núverandi stjórnarflokka til vits.

 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband