Miðvikudagur, 6. nóvember 2013
Smábátar bíða eftir auknum síldarkvóta
Síldveiðar smábáta á Breiðafirði hafa gengið vel að undanförnu. Aflinn er kominn hátt í 400 tonn hjá þeim 26 bátum sem eru byrjaðir veiðar. Síldin fer til vinnslu hjá heimafyritækjum og veiðin veitir tugum sjómanna og fiskvinnslufólks vinnu á svæðinu. Búnir að veiða 310 tonn
Hágæðavara fæst við veiðar og vinnslu síldarinnar á þennan hátt. En framleiðslan er gæðamerkt sérstaklega smábátaveiðum
Úthlutað hefur verið 498 tonnum til smábátanna en heimildin til úthlutunar þeirra er samtals 2000 tonn.
Flestir þeir sem hafa hafið veiðar eru nú stopp vegna þess að þeir hafa veitt það sem þeim var úthlutað. Veiði smábátanna eru því að stöðvast og þar með vinnslan.
Sjávarútvegsráðherra hefur tekið jákvætt í aukinn síldarkvóta til smábátanna en hefur sagst þurfa að hugsa sig um. Finnst sjómönnum sá umhugsunartími vera orðinn nógu og langur því atvinna og tekjur tuga fólks í húfi. Snæfell fundar með ráðherra
Heimamönnum við Breiðafjörð blæðir að horfa á stóru verksmiðjuskipin skarkast í fjöruborðinu innst inn á vogum og víkum og moka upp síldinni nánast inn í kálgörðum, en heimamönnum smábátum skammtað lús úr hnefa.
Tek ég undir óskir og kröfur heimamanna um tafarlausa aukningu síldarkvóta til smábátanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.