Fimmtudagur, 17. október 2013
Makrílveiðar Íslendinga auknar verulega á næsta ári
Ráðgjöf fyrir heildarveiði í makríl á næsta ári hefur verið aukin um 65% frá síðasta ári eða úr 542 þús. tonnum í 895 þús. tonn. Gefur það tilefni til aukins veiðimagns af Íslands hálfu. Í raun er sú tala, 895 þús. tonn, meðaltals heildarveiði á makríl síðustu þriggja ára. Byggir því ráðgjöfin einungis á veiðitölum. Þar með er viðurkennd sú staðreynd sem við Íslendingar höfum haldið fram að makrílstofninn sé og hafi verið í mjög örum vexti í mörg ár og allt tal um ofveiði og ósjálfbærar veiðar verið rökleysan ein. Öll rök okkar orðin sterkari
Þetta þýðir jafnframt að hótanir ESB um viðskiftaþvinganir og refsiaðgerðir vegna offveiði á makríl styðjast ekki við neinar raunverulegar forsendur aðrar en yfirgang og drottnunargirni framkvæmdastjórnar ESB.
Ég kynntist því sem ráðherra að ESB hefur í raun engan áhuga á að rannsaka magn eða útbreiðslu makríls heldur að fá að deila og drottna í makrílveiðum á Norður- Atlantshafi.
Firðir og víkur fullar af makríl
Og meðan ESB löndin héldu því fram að enginn makríll væri við Íslandsstrendur þá fylltust firðir og víkur af makríl kringum allt land. Þess vegna beitti ég mér sem ráðherra fyrir auknum rannsóknum á makríl í samstarfi við Færeyinga, Norðmenn og Grænlendinga. ESB hafnaði hinsvegar samstarfi um þær rannsóknir. Þar á bæ töldu menn sig væntanlega vita allt um það mál og þyrfti ekki rannsókna við.
Makríllinn í útrásStækkun makrílstofnsins og sókn hans norður er fyrst og fremst í ætisleit og að nema nýjar lendur og bússvæði. Stofninn stækkar að sama skapi.Breytt hitastig sjávar og fæðuframboð hvetur hann vestur og norður og nú allt upp með Grænlandsströndum. Sérstaða okkar hefur verið sú að nánast allur makríll Íslendinga er veiddur innan íslensku efnahagslögsögunnar.Það er mikið hagsmunamál að Ísland haldi rétti sínum og ekki lægri hlutdeild í heildarveiðimagni en við höfum haft undanfarin ár .
Miklir hagsmunir í húfi - höldum okkar hlut
Nú þegar veiðiheimildir í makríl hafa verið auknar er eðlilegt að okkar hlutdeild í veiðinni fylgi þeim breytingum. Makrílstofninn er í örum vexti og því viðbúið að veitt verði meir en ráðgjöfin segir til um eins og reyndin hefur verið undanfarin ár. Endi bygggir hún á veiðitölum.
Við gætum þess vegna þurft að auka okkar makrílkvóta enn frekar vegna stækkunar stofnsins til að halda óbreyttri hlutdeild af heildarveiðimagni. Hér eru gríðarmiklir hagsmunir í húfi og skiptir máli að íslensk stjórnvöld standi vel í lappirnar og verji stöðu og rétt Íslendinga í makrílveiðunum.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.