Miðvikudagur, 18. september 2013
Hjartað slær í Vatnsmýrinni !
Komið er að lokadögum undirskriftanna til stuðnings innanlandsflugvelli þjóðarinnar í Höfuðborginni, Texti ákorunarinnar er einfaldur og skýr: "Flugvöllurinn í Vatnsmýri er hjartað sem slær allan sólahringinn árið um kring. Þangað koma og fara slasaðir á bráðamóttöku, sjúkir á sjúkrahús, starfsmenn á fundi, vörur til fyrirtækja, embættismenn í stjórnsýslu, ferðamenn í ferðaþjónustu, nemendur til náms, auk þess sem völlurinn er hjartað í flugsögu Íslendinga aftur til ársins 1919." http://www.lending.is/
Styðjum áskorunina
Ég hvet alla landsmenn til að styðja þetta átak og ná því fram að óvissu um flugvöllinn í Reykjavík verði endanlega eytt, framtíð hans tryggð á núverandi stað. Skipulag og uppbygging, samgangna og þjónustumiðstöðva landsmanna í höfuðborginni taki mið af því. Nú þegar er undirskriftasöfnunin ein sú fjölmennasta í sögu þjóðarinnar sem segir sína sögu um samstöðu og vilja hennar í þessu máli. http://www.lending.is/Skyldur höfuðborgar
Ef forsvarsmenn Reykjavíkurborgar sjá ekki sóma sinn í að verða nú þegar við þessum eindregnu óskum landsmanna eða að Alþingi taki ekki af skarið, er sjálfsagt og einboðið að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.