Sunnudagur, 8. september 2013
Vestfirskur mjólkuriðnaður - til hamingju
Hún gladdi mig fréttin : -Mjólk ostar og skyr úr vestfirskri mjólk.- Feðgarnir Hálfdán Óskarsson og Óskar Hálfdánarson ásamt fleirum ætla í næstu viku að hefja mjólkurvinnslu í Bolungarvík. Sérgrein framleiðslunnar verður mjólk án mjólkursykurs eða laktósafrí mjólk, en margir hafa ofnæmi fyrir laktósa í mjólk: Stútfullar skyrdósir, ávalir ostar, hnausþykkur þeytirjómi og belgmiklar mjólkurfernur munu í næstu viku renna um færibönd verksmiðjunnar. Mjólk og skyr úr vestfirskum kúm
MS lokaði á Ísafirði
Eins og nú er þá er allri mjólk af Vestfjörðum fyrst ekið suður til vinnslu og síðan aftur vestur til neyslu. Mjólkursamsalan hætti vinnslu í mjólkurbúinu þar um mitt ár 2011 þvert gegn vilja bænda og neytenda á svæðinu. Mótmæltu þeir framkomu MS harðlega. Bændur gagnrýna Mjólkursamsöluna Ísfirðingar þrýsta á MS
Beitti mér sem ráðherra
Ég beitti mér í málinu sem ráðherra. Gerði ég forsvarsmönnum MS grein fyrir því að lokun mjólkurbúsins á Ísafirði gengi gegn pólitískri stefnumörkun fyrir mjólkurframleiðslu í landinu, afhendingaröryggi mjólkurvara á Vestfjörðum og markmiðum sjálfbærar þróunar. Eftir lokun mjólkurbúsins væri mjólkin flutt frá bændum suður á land eða til Reykjavíkur og svo aftur vestur til neyslu samtals á annað þúsund kílómetra.Kemst ekki suður með mjólkina Rjómalaust á Ísafirði
Verðmiðlunargjaldið til Vestfirðinga
MS hafði ekki lagt fram sannfærandi rök fyrir því að óhagkvæmni í rekstri búsins væri það mikil að hún réttlætti lokun þess. Ákvað ég sem ráðherra í árslok 2011 að halda eftir hluta verðmiðlunargjalds í mjólk sem ætlað er að jafna rekstrakostnað minni eininga í mjólkurvinnslu sem brýnt er að halda í rekstri af ýmsum þeim ástæðum sem nefnd eru að framan. Styrkur til mjólkurvinnslu vestraVæri verðmiðlunargjaldið til reiðu fyrir þá sem vildu halda áfram mjólkurvinnslu á svæðinu.
Þessu var að vísu ekki fylgt eftir af eftirmanni mínum í ráðherrastól og MS gaf út þá fréttatilkynningu að mjólkurvinnslu af þeirra hálfu væri endanlega hætt á Ísafirði og tækin flutt af staðnum. Engin mjólkurvinnsla á ÍsafirðiGleðilegt frumkvæði á Bolungarvík
Fréttin nú af framtaki þeirra á Bolungarvík er mér sérstakt gleðiefni og óska ég þeim farsældar í frumkvöðlastarfinu. Verðmiðlunargjaldið sem ég neitaði að greiða Mjólkursamsölunni hlýtur nú að ganga til þessara nýju mjólkurvinnslu.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.9.2013 kl. 14:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.