Miðvikudagur, 28. ágúst 2013
Dönum til ævarandi skammar
Ef Danir loka höfnum sínum fyrir færeyskum fiskiskipum í dag að kröfu ESB verður það þeim til ævarandi skammar. Færeyjar eru ríkjasambandi við Dani, eru danskir ríkisborgarar og eiga sína fulltrúa á þjóðþingi Dana:
"Að sjálfsögðu verðum við að fylgja lögum og reglum (ESB) en það er mikilvægt að við getum sagt Færeyingum að við erum andvíg þessum aðgerðum",segir Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Dana en fundur ríkjasambandsins; Dana, Færeyinga og Grænlendinga stendur nú yfir.
Í dag eiga að koma til framkvæmda einhliða refsiaðgerðir ESB gegn Færeyingum vegna síldveiða og makílveiða þeirra, m.a lokun hafna og viðskipta fyrir færeyskum fiskiskipum. ESB hefur sagt 48 þúsund manna eyþjóð sem á allt sitt undir fiskveiðum stríð á hendur. Fiskafurðir eru yfir 95% af útflutningstekjum Færeyinga:
Hryðjuverkalög, hótanir og ólöglegar refsiaðgerðir
Mál sem þessi á að leysa við samningaborðið en ekki með hótunum og viðskiptaþvingunum í krafti stærðarmunar.
Er ESB einhver alþjóða lögga gagnvart smáþjóðum?
ESB er aðeins með 6% af síldarkvótanum, myndu þeir haga sér eins ef þeir væru aðeins með 1%? Er einhver munur þar á? Hvers vegna taka þau ekki fyrst eigin lönd sem sannanlega eru sek um ofveiði fiskistofna.
Færeyjar stóðu með Íslendingum þegar "evrópsku heimsveldin" settu hryðjuverkalög á Íslendinga. Enginn annar þorði. Nú er það okkar að taka slaginn með Færeyingum. ESB hefur engan rétt á að leika löggu í krafti stærðar og yfirgangs gagnvart smáþjóðum og lífsafkomu þeirra.
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.