Forsetinn minnir á fullveldið og efna kosningaloforð

Forseti Íslands tók afdráttarlaust af skarið af sinni hálfu við setningu Alþingis að hætta beri aðildar og innlimunaferlinu að ESB og afturkalla umsóknina. Umsókn og aðild að ESB snýst um fullveldisframsal og því hæsta máta eðlilegt að forsetinn tjái hug sinn gagnvart þingi og þjóð. Það gerði hann reyndar líka rækilega fyrir síðustu forsetakosningar  enda má segja að  slagurinn milli tveggja aðalkeppinautanna hafi snúist um forseta með eða móti ESB aðild. Flokkarnir tveir sem nú mynda ríkisstjórn, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur höfðu báðir lýst því afdráttarlaust yfir að þeir myndu hætta umsókninni og fella niður allt það sem henni tilheyrði.

Skilaboðin frá þjóðinni skýr

 Hinn meginn armur pólitíska litrófsins, Samfylking, VG og Björt framtíð sögðust allir vilja halda áfram umsóknar-og innlimunarferlinu að ESB ef þeir kæmust áfram til valda. Kannski var þetta einmitt ein ástæðan fyrir ákvörðun forsetans um hverjum skyldi falin stjórnarmyndun og þá hafi verið rætt eftir hvaða megin línum ný ríkisstjórn ynni í þessu stóra máli.

Ég met það svo að í setningaræðu sinni hafi forsetinn verið að gera þjóðinni kunnugt að hann teldi afturköllun ESB umsóknarinnar eitt mikilvægasta málið til að ná sáttum innan þjóðarinnar og jafnframt var hann að segja núverandi stjórnarandstöðuflokkum að vegna ESB afstöðu sinnar hafi þeir ekki að hans mati komið til greina við ríkisstjórnarmyndun.  Forsetinn gat líka verið árétta samtöl og loforð núverandi ríkisstjórnarflokka um að standa undanbragðalaust við það  sem heitið var fyrir kosningar. Það væri hluti af því að endurvinna traust milli þings og þjóðar. 

ESB -Sambandssinnar fara á taugum

Auðvitað fara ESB- sambandssinnar á taugum yfir þessari innblöndun forsetans en ég er sammála Sigmundi Davíð að í fullveldis máli eins og ESB umsókn hefur forsetinn fullan rétt til að tjá skoðun sína enda var hann kosinn út á hana sem forseti

Hvað hefði gerst í ESB málum ef Samfylkingin, Björt framtíð og VG hefðu fengið meirihluta og myndað ríkisstjórn?

Ríkisstjórn yrði að skrifa upp á ESB- samninginn

Jú þá væri Ísland nú á fullu í áframhaldandi innlimunarferli að ESB.  Blekkingarleiknum um að „kíkja í pakkann“  ljúka samningum og kjósa svo væri haldið fram sem yfirskini. Innlimunarferlið sem sumir kalla samninga eru á forsendum ESB þeir ráð hraðanum.

 Samningum af hálfu ESB verður aðeins lokið við  íslensk stjórnvöld, ríkisstjórn sem vill ganga í ESB.  Ríkisstjórnin verður að skrifa upp á samninginn fyrir sitt leyti og mæla með samþykkt hans. Það er hluti af því að ljúka samningnum. Þetta hefur verið ljóst frá byrjun. 

Forsetinn og fullveldið

Ég var ekki hrifinn af útrásardekri forsetans á sínum tíma. En framlag hans síðustu misseri í einörðum málflutningi fyrir fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti Íslendinga hefur skipt miklu máli. Ég  tek undir með forseta Íslands um að umsóknina að ESB á að afturkalla strax og refjalaust.

Rétt er að minna á í hverju vinnan við  aðildarumsókn að ESB  er fólgin:

. Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika það að hugtakið samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 90 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.“ [1] “First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable.” (Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf).   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband