Yrði skelegg sem ráðherra

 Vigdís Hauksdóttir hefur barist einarðlega gegn umsókn og innlimun Íslands í ESB og flutt um það tillögur að draga beri þá umsókn til baka. Ég vona og treysti því að við það verði staðið og umsóknin afturkölluð tafarlaust og tekin upp samskipti við ESB á jafningja grundvelli eins og við önnur ríki.

Annars ætla ég ekki að blanda mér í skiptingu ráðuneyta og vali á einstaka þingmönnum í ráðherrastóla hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki.  Hinsvegar vaknar sú spurning hvort strax eigi að hefja eineltisumræðuna  gagnvart einstökum þingmönnum og ráðherrum eða ráðherraefnum og  þá eru einhverjir fengnir til að ríða á vaðið  í ómálefnalegu einelti samanber meðf. frétt:

"Áhyggjur verði Vigdís ráðherra“ 

 Orðræðan er einum of kunnugleg.  Eineltið á að halda áfram.  Vigdís Hauksdóttir hefur barist einarðlega gegn umsókn og innlimun Íslands í ESB og flutt um það tillögur að draga beri þá umsókn til baka. Ég vona og treysti því að við það verði staðið og umsóknin afturkölluð tafarlaust og tekin upp samskipti við ESB á jafningja grundvelli  eins og við önnur ríki. Sambandssinnar hafa haft horn í síðu Vigdísar vegna þessa ekki síst á Alþingi.

 Gæti verið að þessi einarða afstaða Vigdísar ásamt mjög skeleggri baráttu á þingi í fleiri málum einkum þeim  sem lúta að velferð og réttindum fólks kalli fram m.a. ómálefnaleg viðbrögð andstæðinganna.

Ég treysti m.a. Vigdísi til að bogna ekki í ESB - málinu. Það geta  því miður hin ólíklegustu hné gert þvert á gefnar yfirlýsingar. Ég vona að sagan með þingflokk  og forystu VG  í ESB málinu endurtaki sig ekki hjá væntanlegum ríkisstjórnarflokkum. Til þess er nú of mikið í húfi.

Vigdís Hauksdóttir  hélt uppi baráttu fyrir sjónarmiðum sínum á Alþingi og fékk oft ágjöf og kaldar kveðjur frá forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna sem þoldu illa eindrægni hennar og hreinskilni. Þar á bæ vissu menn gjarnan upp á sig sökina og kveinkuðu sér undan.

Má segja að Vigdís hafi jafvel oft á tíðum veitt öðrum framsóknarmönnum  visst  skjól í umræðunni og hún á tvímælalaust sinn veigamikinn þátt í kosningasigri flokksins.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband