Krónu- ríkisstjórn komin á koppinn ?

Ţađ er gott ađ vćntanlegir  forystumenn í nýrri ríkisstjórn skulu byrja sinn formlega hitting í "Krónunni" í morgun. Efnahagslíf  Íslendinga og trú á land á ţjóđ mun byggjast á íslensku krónunni og ţví verđgildi sem ađ baki henni stendur. Viđ munum nú sem fyrr ţurfa ađ treysta á okkur sjálf ţar á međal okkar eigin mynt. Ţví fyrr sem flestir átta sig á ţví ţeim mun betra fyrir framtíđina

 Ţađ var hreint óţolandi ađ heyra fráfarandi forsćtisráđherra frá fyrsta degi ríkisstjórnar stöđugt hallmćla íslensku krónunni og taka ćtti upp ervu ţá strax. Mér fannst hún nú reyndar aldrei skilja sjálf mjög mikiđ í ţví sem hún var ađ segja.  Allur vandi átti ađ leysast međ umsókn og innlimun í ESB.  Heimiliskettirnir í kringum forsćtisráđherrann í ríkisstjórn og hennar nánustu möluđu sama Evrukattasönginn og nudduđu sér utan í fótleggina og fengu strokur á bakiđ í stađinn. Og öll smákattahjörđin hvort heldur var innan samtaka atvinnurekenda eđa ASÍ mjálmuđu sama sönginn. Sá svikasöngur sem sunginn var evrunni og gegn gjaldmiđli eigin ţjóđar myndu einhverjir kalla ađ varđi viđ drottinssvik. 

Evrusöngurinn verđur nú vonandi endanlega kveđinn niđur um leiđ og umsóknin ađ ESB verđur afturkölluđ og ţjóđin beđin afsökunar á ţví ađ íslensk stjórnvöld skuli upp á eindćmi og gegn vilja hennar hafa lagt til ađ framselja fullveldiđ erlendu ríkjasambandi. Ţađ er mikiđ á sig leggjandi til ađ ESB umsóknin verđi afturkölluđ refjalaust og ţegar í stađ og áróđursmiđstöđ ESB hér á landi lokađ. Ţađ eru hátíđleg kosningaloforđ sem hvorki Framsókn né Sjálfstćđisflokkur geta svikiđ.

Hins vegar verđur mađur hugsi yfir fréttaflutningi  síđustu daga af stjórnarmyndunarviđrćđum. Alltaf er greint frá ţví sérstaklega  ađ formennirinr hittist aleinir til ađ ráđa málum og ná saman. Mikiđ er lagt upp úr ţví ađ formennirnir nái vel saman. Ţetta eintal formannanna  kann ekki góđri lukku ađ stýra ţví ein megin ástćđa ađ baki hrunsins var í rannsóknarskýrslu Alţingis  talin  foringjadýrkun og taumlaust formannarćđi. Slíkt formanna- og foringjarćđi var einmitt einnig stór hluti af vanda fráfarandi ríkisstjórnar frá fyrsta degi og átti drjúgan ţátt í ţví hvernig  fór fyrir henni.

 Vonandi er ađ ţau mistök endurtaki sig ekki.  En foringjadýrkun nćrir valdahégómann og getur byrgt jafnvel bestu mönnum sýn einkum hjá ţeim sem eru veikir fyrir í ţeim efnum eins og dćmin sanna.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband