Að loknum kosningum

jon_og_inga_1199575.jpg

Nú að loknum alþingiskosningum er mér efst í huga þakklæti til alls þess fjölda stuðningsfólks sem bæði hvatti mig og studdi og okkur frambjóðendur í kosningabaráttunni. Sérstaklega er ég þakklátur kjósendum mínum og samherjum í Norðvesturkjördæmi fyrir góða vinnu og dyggan stuðning.

Sjálfum fannst mér kosningabaráttan ákaflega gefandi og skemmtileg. Hvarvetna í kjördæminu sem ég fór fann ég mikinn hugmyndafræðilegan samhljóm með íbúum enda þekki ég aðstæður vel.

Fullveldismálin, afturköllun umsóknar að ESB, sjávarútvegsmálin og baráttan fyrir stöðu sjávarbyggðanna, landbúnaður, matvælavinnsla, ferðaþjónustan, samgöngumál kjördæm­isins, raunveruleg náttúruvernd og ekki síst heilbrigðisþjónustan á landsbyggðinni - öll þessi baráttumál sem við stöndum fyrir komu skýrt fram í kosningabaráttunni og höfðu sín áhrif.

 Svo sannarlega vildi ég hafa náð kosningu inn á Alþingi og geta beitt kröftum mínum þar. Ég mun áfram sem hingað til berjast með samherjum mínum í kjördæminu og fólkinu í landinu fyrir hugsjónum  okkar  og baráttumálum og leita þeim stuðnings þótt það verði á öðrum vettvangi en ræðustóli Alþingis

Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, sigurvegarar kosninganna, lofuðu því að eitt fyrsta verk þeirra í ríkisstjórn yrði að afturkalla ESB-umsóknina og loka áróðurmiðstöð ESB hér á landi. Þessi skilyrði væru af þeirra hálfu óumsemjanleg.

Úrslit kosninganna undirstrikuðu mikilvægi þess að frambjóðendur og flokkar standi við grunnstefnumál sín og kosningaloforð þegar þeir komast í ríkisstjórn og hverjar afleiðingarnar verða ef það bregst. Traustið er þá týnt og verður ekki endurunnið með loforðum og auglýsngaherferð. Það verða ávalt verkin sem tala.

Ég óska stuðningsfólki mínu og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. 

(Mynd: Jón Bjarnason og Ingibjörg Sólveig Kolka fyrir framan kjörstað á Blönduósi. Í baksýn Héraðshæli Húnvetninga.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband