J - listi Regnbogans- Sjálfstæði Íslands

 logo_regnbogans.jpg

Regnboginn eru samtök fólks sem býður fram  til baráttu fyrir því að halda  sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, fyrir  sjálfbæra þróun og náttúruvernd. Við leggjum áherslu á  jafnrétti  fólks óháð búsetu, bætt lífskjör almennings, mannréttindi og félagshyggju.

Við viljum að fullveldi  Íslands sé tryggt. Sjálfstæði þjóðarinnar er ekki leikfang  eða skiftimynt  í samskiftum við erlend stórveldi eða ríkjasambönd. 

ESB -  Hættuspil

   Aðildarviðræður við ESB hófust án vilja þjóðarinnar.  Við hjá J- lista Regnbogans viljum stöðva aðlögunarferlið að ESB og afturkalla umsóknina.   Við eigum mikla sóknarmöguleika í okkur eigin auðlindum, hugviti, sjávarútvegi, landbúnaði og matvælavinnslu, ferðaþjónustu svo nokkuðð sé talið.  Sjálfstæðið er auðlind.

Í samskiftum við aðrar þjóðir gerum við tvíhliða samninga á okkar eigin forsendum. Gildir það jafnt um einstök lönd og ríkjasambönd eins og ESB. ESB viðræðurnar hafa tafið fyrir endurreisn og uppbyggingu atvinnulífs eftir hrun.  Rekinn hefur verið áróður fyrir því að fólk  bíði eftir  jólapökkum frá útlöndum. Þeim blekkingarleik þarf að linna.regnbogalogo-2.png

"Að elska- byggja og treysta á landið"

Við eigum að treysta og trúa á okkur sjálf  eins og við höfum gert um aldir og byggja upp samskifti við aðrar þjóðir í gagnkvæmum tvíhliða samningum en ekki undir pilsfaldi Brusselvaldsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband