Mánudagur, 8. apríl 2013
Leynifundur í ráðuneyti J- listinn gegn inngöngu í ESB
Regnboginn - J listinn- framboð um fullveldi Íslands berst gegn inngöngu Íslands í ESB og setur það mál á oddinn í kosningabaráttunni.
Önnur stjórnmálasamtök gera sér far um að þegja ESB umsóknina af sér í kosningabaráttunni. Þetta er þó eitt stærsta málið sem þjóðin stendur frammi fyrir. Vill þjóðin leika sér með fullveldið og sjálfstæðið? Ég held ekki.
Reynsla kjósenda Vg við síðustu kosningar og loforð frambjóðenda flokksins um að ekki yrði sótt um aðild að ESB stendur sjálfssagt í öðrum flokkum og þess vegna er hræðsla við að ræða alvöru þess.
Það er dýrt að svíkja loforð sérstaklega ef það lýtur að stofnskrá og grunnhugsjón sem stjórnmálasamtök eins og Vg var stofnað um.
Eitt er víst að umsóknin um inngöngu í ESB er á á fullri ferð og verður það ef ekki næst strax viðspyrna.
Það var "skálað" í Brussel þegar mér var vikið úr ráðherrastól vegna þess að ég hafnaði því að breyta íslenskum landbúnaði samkvæmt kröfu ESB í samningaferlinu enda hafði Alþingi ekki heimilað það.
Og skósveinar ESB og umsóknarferilsins eru býsna brattir og sjálfsöryggir með að ná niður erkifjandanum:
"Jón Bjarnason stöðvaði aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið með því að neita kröfum ESB um breytingar á landbúnaðarkerfinu. Þetta sagði Stefán Haukur Jóhannesson á sérstökum fundi ESB-sinna í utanríkisráðuneytinu fyrir nokkrum dögum". Leynifundur í ráðuneyti: Jón Bjarna skotmark
Ég veit alveg hvað gekk á og um þann fögnuð sem ríkti hjá hinum ESB sinnuðu ráðherrum í ríksstjórn er þeir höfðu sitt fram. Ég veit líka að við siglum hraðbyri inn í ESB ef ekki verður sagt stopp. Þess vegna vill Regboginn - framboð um fullveldi og sjálfstæði Íslands hætta þesum aðlögunarviðræðum sem þjóðin hefur sýnt í skoðanakönnunum að hún er alfarið á móti. Það þarf húna að staðfesta í kosningum með x J.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.