Fimmtudagur, 4. apríl 2013
Beðið eftir makrílúthlutun
Sjómenn og útgerðir eru orðnir langeyir að bíða eftir ákvörðun um skiftingu makrílkvótans.
Það styttist í makrílvertíðina og bæði útgerðir og vinnslur þurfa tíma til að útbúa sig fyrir veiðarnar.
Reynsla síðustu ára sýnir að aukin hlutdeild smærri báta, dagróðra og landvinnslu eykur verðmæti makrílsins, skilar hágæðavöru í flökum og frystingu og skapar mikla atvinnu í þeim sjávarbyggðum sem njóta veiðanna og vinnslunnar í landi.
Eðlilegt er því að auka bæði magn og hlutdeild þesara veiða og landvinnslunnar af heildaraflaheimildum í makrílnum.
Ég lagði aukna á herslu á þessa þætti í minni ráðherratíð og vildi gera hlut dagróðranna og landvinnslunnar sem mestan í makrílveiðunum. Landsamband smábátaeigenda hefur sett fram skýrar og vel rökstuddar óskir í þessum efnum.
Það er því eðlilegt að bæði sjómenn, fiskvinnslur og útgerðir vilji fara að sjá hver hlutur þeirra verður í makrílveiðunum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.