SVÞ -Vilja flytja inn atvinnuleysi EVRU- landanna ?

 

Ofstæki ESB sinnanna hjá Samtökum verslunar og þjónustu í garð íslensks landbúnaðar tekur á sig ýmsar myndir. Í fréttum Ruv í gær réðist framkvæmdastjórinn á starfsfólk í svinakjöts- og fuglakjötsframleiðslu hér á landi.- Það ætti að leggja þessar atvinnugreinar niður vegna þess að í sumum stöfum væru útlendingar. Óviðeigandi ummæli framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu

 Óvíða er fákeppni meiri en í verslun með matvörur hér á landi.  Stærstu verslunarkeðjurnar dreymir um að opna fyrir óheftan innflutning á kjötvörum og ná hér hreinni einokunaraðstöðu á innflutningi, sölu og dreifingu á kjötvörum hér á landi. Ekki myndi þá verðið lækka !.

Fæðuöryggi er hluti af sjálfstæði þjóðar

Gæði- hollusta og fæðuöryggi- atvinna fjölda fólks varðar þá litlu. Ég veit að þessir  háværu talsmenn SVÞ og ESB  tala ekki fyrir munn allra verslunareigenda í landinu.

 Hinsvegar gengur örvæntingaráróður þeirra langt þegar farið er að tala niður til starfsfólks í greininni.  Vilja þeir virkilega flytja inn atvinnuleysi EVRU landanna?.

 Þessi málflutningur ESB- sinnanna hjá S.V.Þ í garð innlendrar matvælaframleiðslu og fólksins sem þar vinnur er forkastanlegur.

Ég tek undir með Aðalsteini Á. Baldurssyni form. Verkalýðsfélagsins Framsýnar þar sem hann krefst afsökunar frá samtökum Verslunar og þjónustu vegna ummæla framkvæmdastjórans. Óviðeigandi ummæli framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband