Þriðjudagur, 2. apríl 2013
Atvinnuleysið gríðarlegt á Evrusvæðinu
Hann er hreint ótrúlegur og óábyrgur áróður þeirra sem halda því fram að upptaka evru og innganga í ESB sé allra meina bót fyrir íslenskt hagkerfi, og ekki hvað síst fyrir almenning - launafólk í landinu. "Atvinnuleysi mælist nú 12% á evru-svæðinu og hefur aldrei verið meira frá stofnun myntbandalags Evrópu árið 1999. Það þýðir að yfir 19 milljónir íbúa í ríkjunum 17 eru án atvinnu". Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðisins
Með eigin gjaldmiðli og sjálfstjórn getum við stýrt samfélaginu okkar , atvinnulífifinu, verndun og ráðstöfun náttúruauðlinda, forgangsraðað á okkar eigin forsendum.
Vissulega verða okkur á mistök og margt verður hér að bæta , auka jöfnuð , forgangsraða í þágu velferðar, heilbrigðisþjónustu menntamála og taka til baka skerðingar á kjörum aldraðra og öryrkja . En þetta eru að stórum hluta verk okkar sjálfra sem við getum bætt úr.
Hverjum finndist betra að vera ofurseldur erlendu ákvarðunarvaldi í Brussel og fá hér suðurevrópskt ástand í atvinnumálum?. Atvinnuleysi meðal ungsfólks á Spáni er yfir 50%.
Er það þetta ástand sem ESB sinnar vilja innleiða hér á landi þegar þeir kalla eftir ESB aðild og evru.?
Við megum ekki leika okkur með fjöregg þjóðarinnar. Munum að sjálfstæðið er sívirk auðlind sem ekki má fórna.
Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðisinsFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.