Mánudagur, 25. mars 2013
Sjálfstæðisflokkurinn gefur eftir í ESB málum ?
Einörð samþykkt sjálfstæðismanna á landsfundi sínum um að stöðva ESB viðræður og loka Evrópustofu- áróðurssmiðstöð ESB hér á landi fór mjög fyrir brjóstið á ESB- sinnum í flokknum. Bjarni opnar á Evrópumálin: Skattaleiðin hefur hvergi nokkurstaðar
Skoðanakannanir síðan þá gefa vísbendingu um að ESB sinnar í Sjálfstæðisflokknum hlaupi nú yfir í Framsókn sem þóttu halda dyrum opnum hvað samninga um ESB málin varðar.Nokkurs taugatitrings hefur gætt hjá forystu Sjálfstæðisflokksins.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins talaði um mistök að leggja til lokun áróðursmiðstöðvar ESB- Evrópustofu og nú hefur formaðurinn lagt til að seinka aðgerðum gagnvart ESB og talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar á fyrrihluta næsta kjörtímabilsins.
Veruleg hætta er á að raunveruleg fyrirstaða hjá þessum flokkum gagnvart umsókn um inngöngu í ESB þynnist eftir því sem nær dregur kosningumFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.