ESB kortleggur Ísland

Við opnun Evrópustofu - áróðurs og kynningarmiðstöðvar Evrópusambandsins var sendiherrann Timo Summa ekki í vafa um til gang hennar: víðtæk gagnasöfnun um skoðanir fólks og afstöðu og hvernig mætti hafa áhrif á viðhorf Íslendinga til inngöngu í ESB: (Mbl. 10.11.2010)

Bein afskifti af innanríkismálum Íslendinga

Við viljum skilja upplýsingaþörf ólíkra hópa. Hvað veit fólk og hvað veit það ekki?Hver eru, svo dæmi sé tekið, viðhorf og upplýsingaþörf ungs fólks, háskólafólks eðaellilífeyrisþega?“ segir Timo Summa, formaður sendinefndar ESB á Íslandi, umfyrirhugað kynningarstarf sambandsins á Íslandi næstu misserin.

 Við lítum á mismunandi hópa og hver afstaða borgarbúa eða fólks á landsbyggðinni ertil aðildar. Við viljum vita þetta svo við getum undirbúið kynningargögn í samræmi við Við viljum vita hvar eyður eru í þekkingunni og reynum í framhaldinu að leysa það.

Spurður um umfang kynningarátaksins svarar Summa því til að milljón evra, eða 155milljónir króna, muni renna til kynningar á ESB á Íslandi á næstu tveimur árum. 

Í fyrstu sé gert ráð fyrir fjórum til fimm starfsmönnum sem hafi það að fullum starfa að dreifaupplýsingum um sambandið til almennings. Þá muni skrifstofan í Aðalstræti og útibúhennar á Akureyri styðja fyrirlestrahald og annað kynningarstarf.“  Segir í mbl. viðtali við sendiherra ESB í nóv. 2010

Áróður og njósnir Nató og Bandaríkjanna  fyrrum

Ýmsum finnst harkalega ákveðin ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að loka skuli Evrópustofu og stöðva beinan áróður þessa erlenda ríkjasambands hér á landi.Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður flokksins kvartar undan þessari ályktun í viðtali í gær og telur hana ef til vill ganga of langt.  Mín skoðun er sú það átti aldrei að leyfa rekstur áróðurmiðstöðvar Evrópustofu hér í landi. Ég held hinsvegar að flutningsmenn þessarar tillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi nákvæmlega vitað hvað þeir voru að leggja til.  Þeir þekktu jafnvel frá fyrstu hendi áróður og njósnastarfsemi erlendra stórvelda hér á landi á kaldastríðasárunum s.s. Nató og Bandaríkjanna sem einskis svifust í þeim efnum.

 Áróðursmiðstöð ESB á að loka

Það er með ólíkindum hvernig þessi áróðursmiðstöð ESB hefur fengið að starfa hér óáreitt og misnotað ákvæði Vínarsáttmálans um friðhelgi erlendra dilópata . Áttu þessar aðildarviðræður ekki að fara fram á hlutlausan hátt og án íhlutunar frá hinu ágenga ríkjasambandi ESB.? Hvernig á þjóðin að fá næði til að mynda sér  afstöðu ef hún er stöðugt undir áróðri, þrýstingi og mútufé frá ESB. Þessi vinnubrögð með áróður ESB  eru á allt aðra lund en boðað var í þeirri þingsályktun sem Alþingi samþykkti illu heilli á sínum tíma.

Kommisararnir í Brussel kunna sitt fag og ráða vegferðinni  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband