Kosið um sjálfstæði eða inngöngu í ESB

 Utanríkisráðherra er bjartsýnn á inngöngu Íslands í ESB:

„Frá mínum bæjardyrum séð er það ekki slæmt að viðræðurnar hafi tekið aðeins lengri tíma en við gerðum ráð fyrir þar sem að við, sem styðjum aðild að ESB, þurfum á því að halda að evrusvæðið verði sterkara og að sambandinu gangi betur. Og það er að gerast núna.“ Segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.  Óhjákvæmilegt að ganga í ESB

Kosningarnar  í vor munu snúast um inngöngu í ESB eða ekki. Það er blekkingaleikur að halda því fram að hægt sé að vinna að aðildarsamningi án þess að ætla að ganga inn. Því lengra sem við sogumst inn í aðlögunarferlið því erfiðra verður að snúa við. Og samningi lýkur ekki  af hálfu ESB fyrr en við höfumm innleitt lög og reglur ESB. Og að óbreyttu mun  þetta  allt gerast, fullveldisframsalið undirbúið og nánast frá gengið án þess að þjóðin hafi nokkurn tíma verið spurð fyrr en þá eftirá. Þetta vita þeir félagar Össur Skarphéðinsson og Stefán Fule stækkunarstjóri ESB. Óhjákvæmilegt að ganga í ESB

  Össur var reyndar fullviss um að ný ríkisstjórn  hver svo sem hún yrði og tæki við í vor myndi halda áfram samningum og inngönguferlinu í ESB. Þjóðin yrði þá aðeins spurð eftir á svona til málamynda.

Kosningarnar í vor munu því snúast um hvort framselja eigi fullveldi þjóðarinnar til Brussel. Vill þjóðin það?.

Nei ég held ekki. En þá verður að stöðva umsóknar- og aðlögunarferið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband