Sunnudagur, 17. mars 2013
Segir sig frá lista VG í Norðausturkjördæmi.
Samþykkt landsfundar VG um áframhaldandi viðræður um inngöngu í ESB var kornið sem fyllti mælinn:
"Þegar þessi lest er komin af stað veit maður ekki hvert hún fer með okkur. Mér finnst því rétt að taka teinana í sundur strax"
segir Þorsteinn í viðtali við Morgunblaðið í dag.
"Ég hafði lengi verið ansi óánægður einkum með það hvernig vinstri grænir afgreiddu Evrópumálin á síðasta landsfundi"
Þorsteinn Bergsson á Unaósi hefur um árabil verið einn af forystumönnum VG á Norðausturlandi. Þorsteinn er landsmönnum einng kunnur fyrir frábæran árangur í spurningakeppninni - Útsvar.
Samþykkt landsfundar um áframhaldandi ESB viðræður var kornið sem fyllti mælinn hjá Þorsteini.
En ágreiningurinn snýst um fleira en Evrópumálin hann nefnir málefni Sparisjóðs Keflavíkur, Sjóvá, umhverfismál á Bakka ofl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.