Áætlunarflug að nýju til og frá Sauðárkróki

Áætlunarflug hófst að nýju á Sauðárkrók í gær, en rúmt ár er síðan það lagðist af. Það er flugfélagið Eyjaflug í Vestmannaeyjum eða Air Arctic eins og það er nefnt í símaskrá. Vélin er 10 sæta og sæmilega rúmgóð.

Fyrsta ferðin var farin í gærmorgun um áttaleytið. Afgreiðslan er hjá Flugfélagi Íslands á Reykjavíkurflugvelli.

Fall er fararheill

Eftir smá byrjunarörðugleika í skráningu farþega hóf vélin sig á loft með 9 farþega innanborðs. Ég hafði tekið mér far með vélinni, bæði til að prófa kostinn og eins átti nokkur stutt erindi á Sauðárkrók. Veðrið var gott , en þegar lenda átti á Alexandersvelli við Sauðárkróki kviknaði ekki á einu ljósi við lendingarhjól svo í öryggisskyni var snúið aftur til Reykjavík, þar sem lent var heilu og höldnu. Eftir um 3ja tíma bið var lagt í hann aftur og gekk nú ferðin vel og lent mjúklega á Alexandersflugvelli á Sauðárkrók um 3 leytið. En þá voru farþegarnir orðnir tveir. Ég átti góðan dag á Sauðárkrók, fékk bílaleigubíl hjá Birni Mik. og gat gert mest það sem áætlað var og síðan flogið til baka rúmlega 6 og lent í Reykjavík um 7- leytið.

Afar þægilegt

Tekið fast á málum á Alþingi til að tryggja flugið

Ljóst er að þessar flugleiðir til minni staða geta ekki borið sig fjárhagslega án stuðnings. Enda er flugið einn af mikilvægum þáttum í almannasamgöngum í landinu. Það er óþolandi að áætlunuarflug til staða eins og Sauðárkróks, Gjögur, Bíldudals, Hafnar í Hornarfirði, Þórshafnar og Raufarhafnar svo dæmi séu tekin verði reglulega í óvissu eða felld niður vegna hárra gjalda á flugið og vegna skorts á nauðsynlegum stuðningi hins opinbera. Ég hef beitt mér sérstaklega á Alþingi í þessum málum. En fleiri þingmenn hafa einnig barist vel í flugmálunum.

Árangur náðist

Og við lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013 tókst að fá samþykkt nægilegt fé til stuðnings innanlandsfluginu þannig að hægt væri að halda áfram reglubundnu flugi til þessara staða og bæta inn Sauðárkrók á ný. Þess vegna er það mér sérstök ánægja að áætlunarflug hefjist nú að nýju til Sauðárkróks. En ég geri mér samt grein fyrir því að fjárveitingin sem þó fékkst til innanlandsflugsins er svo skorin við nögl að áætlunarflug til þessara minni staða mun áfram berjast í bökkum.

Sveitarstjórnarmenn tóku fast á málinu

Áætlunarflug er ett helsta baráttumál viðkomandi sveitarfélaga og hefur Sveitarfélagið Skagafjörður og sótt endurupptekningu flugsins af miklu kappi og leggur nú til umtalsvert framlag frá sér til að treysta grundvöll flugsins.

Allt flug fer jú til Reykjavíkur og þar eru flest erindi fólksins. Væri ef til vill eðlilegra að Reykjavíkurborg niðurgreiddi flugið á móti ríkinu í stað litlu sveitarfélaganna á landsbyggðinni ? Arðurinn af viðskiptum og þjónustukaupum fólksins fellur nánast allur til Reykjavíkur.

Metnaðarull flugáætlun

Fluáætlunin á Sauðárkrók er metnaðarfull: Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga eru tvær ferðir á dag fram og til baka. Fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga er ein ferð fram og til baka.

Hér með er Vængjum eða Air Arctic óskað farsældar í þessu flugi og íbúum Skagafjarðar, svo og landsmönnum öllum sendar heillaóskir af þessu til efni.

(Nánar um flugið á Eyjaflug.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband