Eflum smábátaútgerð - Stöðvum ESB- umsókn

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda var haldinn sl. fimmtudag og föstudag. 

 Mér finnst það mjög öflug og góð samkoma. Talað er tæpitungulaust um hlutina en af metnaði og virðingu fyrir greininni og mikilvægi smábátaútgerðarinnar. http://www.smabatar.is/frettir/ 

Útgerðir minni báta, dagróðrabáta og  strandveiðibáta eru víða undirstaða byggðar atvinnulífs og menningarsamfélaga vítt og breytt um landið.

Þar sem sú útgerð er í sókn fjölgar fólki og innviðir samfélagsins styrkjast og blómgast. Sjávartengd ferðaþjónusta, sem er vaxandi atvinnugrein, miklvæg stoð i uppbyggingu ferðaþjónustu í strandbyggðum, byggir einmitt á einyrkjum og  þessum minni sjávarútvegsfyrirtækjum. Að sjálfssögðu skiptir öll útgerð miklu máli fyrir sjávarbyggðirnar vítt og breytt um landið sem og þjóðarbúið í heild.   Eina leiðin til að sporna gegn aukinni samþjöppun í sjávarútvegi  er að standa vörð um smábátaútgerðina og gefa henni aukna möguleika og hlutdeild á sjávaraflanum. Í þessum anda starfaði ég sem sjávarútvegsráðherra. 

 Hvatt til sjálfstæðis í utanríkismálum 

 Félag smábátaeigenda veit líka hvar er harðast sótt að þeim og hvar ógnin er mest. Aðalfundurinn mótmælti harðlega umsókninni um aðild að ESB og telur augljóslega að ekki þurfi að kíkja í pakkann eða bíða eftir mútufé til að sjá hversu arfavitlaus og stórhættuleg umsóknin er.  Auðvitað á að stöðva þessa dýru vitlausu og að umsóknarvinna fari ekki  aftur  í gang fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðgreiðsu,  þar sem spurt er hvort viltu ganga í ESB eða ekki. Um það snýst málið. Þar er vilji Landssambandsins skýr. Smábátaeigendur hafna ESB-aðild

Afdráttalaus ályktun Aðalfundar LS gegn umsókn og aðlögunarferli að ESB er okkur sem berjumst þar í víglínunni mikil hvatning.

 Höfnum framsali á fullveldi í tillögum Stjórnlagaráðs 

Ekki trúi ég að félagar í Landssambandi smábátaeigenda munu styðja tillögur Stjórnlagaráðs um að fella á brott greinina í núverandi stjórnarskrá  þar sem segir: 

"Með lögum má takamarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyritæki hér á landi".

Ætli okkur þyki ekki betra að hafa þessa stoð áfram í stjórnarskránni þegar tekist er á um kröfur allra "Nubóa" og ESB um uppkaup á landi,  jörðum og  afnámi takmarkana á fjárfestingum erlendra aðila í ísl. sjávarútvegi .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband