Föstudagur, 7. september 2012
Guđmundur Páll Ólafsson
Guđmundur Páll Ólafsson birtist á örlagastundu íslenskra náttúru perla. Hann hóf á loft stríđsfánann fyrir liđi einlćgs náttúruverndarfólks, fána sem jafnframt var bođberi friđar á orustuvelli virkjanagrćđginnar sem var í ţann veginn ađ breyta hálendi Íslands í einn allsherjar blóđvöll. - Allt var gefiđ falt, nánast öllum perlum Íslands mátti fórna.
Hálendiđ, fossarnir, hverirnir sem eru lungu, hjarta og ćđakerfi íslenskrar náttúru var allt undir, enginn stađur var óhultur.
Ég sé nú ekkert fallegt viđ ţennan stađ, er frćg setning úr liđi andstćđinganna frá ţessum tíma.
Vakniđ! hrópađi Guđmundur Páll í Eldmessu sinni 1998 á baráttufundinum Međ hálendinu- gegn náttúruspjöllunum.
Hjartalaga fánaborgin sem Guđmundur Páll reisti viđ Hágöngur, ţegar Fögruhverum var drekkt, var sem heróp til íslensku ţjóđarinnar.
Ađ sjá Hágöngulóniđ fyllast og fána Íslands sökkva einn af öđrum inn á miđju hálendi landsins er mynd sem aldrei hverfur.
Ungir landverđir, hvattir af herópi Guđmundar Páls, drógu íslenska fánann í hálfa stöng á nokkrum dýrustu náttúruperlum landsins til ađ minnast ósigursins viđ Kárahnjúka. Ţáverandi stjórnvöld hótuđu ţessu unga hugsjóna- og baráttu fólki málsókn og atvinnumissi.
Guđmundur Páll lét verkin tala. Og svo er sem betur fer einnig um fjölmarga einlćga náttúruverndarsinna. En ţví miđur eru alltof margir sem tala fjálglega og hafa uppi stór orđ um náttúruvernd og ást sína á landinu en ţora svo ekki ađ standa međ sjálfum sér, stefnu sinni og loforđum og breyta orđum í athafnir ţegar á reynir og tćkifćri gefst.
Margur spyr, unnust engir sigrar?. Jú, ţađ tókst til dćmis ađ stöđva virkjunaráformin í Jökulsánum í Skagafirđi. Samstillt átak heimamanna í Skagafirđi og á Alţingi undir gunnfána Guđmundar Páls Ólafssonar og ákalli íslenska fánans viđ Hágöngulón bar árangur.
"Frćđum ţjóđina, frćđum um gildi hinnar síkviku náttúru". Íslenskar náttúruvćttir höfđu eignast talsmann.
Bćkur Guđmundar Páls um náttúru Íslands: FUGLAR, PERLUR, STRÖNDIN, HÁLENDIĐ og VATNIĐ eru stórvirki, sem verđa ekki ađeins ćvarandi minnisvarđar um líf og starf ţessa hógvćra mikilmennis heldur og eggbeitt vopn í frćđslu og baráttu náttúrverndarfólks. Sú barátta verđur eilíf.
Vinur landsins, vinur vatnsins, lindanna og jökulánna, vinur hálendis og stranda, jökultinda og fugla himinsins, vinur alls sem lifir á jörđu. Og ekki síst vinur vina sinna. Segir Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti Íslands í minningarorđun sínum um Guđmund Pál í Mbl.
Minning Guđmundar Páls Ólafssonar lifir í verkum hans og hugsjónum og baráttu ţeirra sem nú taka viđ fánanum.
Blessuđ sé minning Guđmundar Páls Ólafssonar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.