Miðvikudagur, 15. ágúst 2012
Orð og efndir í ESB- umræðunni
Aðrar meginstoðir flokksins eru umhverfismál, jafnréttismál og velferðarmál.
VG hefur fært miklar fórnir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með Samfylkingunni, misst öfluga þingmenn, stuðningsfólk, félaga og baráttufólk úr forystusveit til þess eins að þóknast Samfylkingunni í ESB-umsókninni, þessu eina baráttumáli hennar.
Meirihluti þingflokks VG hefur því miður stutt dyggilega öll þau skref sem hingað til hafa verið stigin í aðildar- og aðlögunarferlinu að ESB og nú síðast lagst svo lágt fyrir tæpum tveimur mánuðum að samþykkja aðlögunarstyrkina,(IPA), peningana, dúsurnar sem ESB bauð til að greiða fyrir í aðlögun Íslands og aðild að sambandinu
Það er því fagnaðrefni ef ráðherrar VG, þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir virðast nú átta sig á því að ESB-umsóknin var feigðarflan fyrir VG frá upphafi og getur ekki haldið áfram. Báðar lýstu þær efasemdum sínum um aðildarferlið að ESB í kvöldfréttum útvarps hinn 11. ágúst sl. Undir það hafa nú fleiri þingmenn VG tekið. Vonandi er þetta fyrirboði stefnubreytinga enda styttist í næstu kosningar og alvöruna sem þeim fylgir. Ég hef krafist þess að umsóknin verði afturkölluð hið fyrsta.
Þrengt að formanninum
" Villikettirnir" í VG hafa þó staðið vaktina og munu gera áfram. Svo sannarlega er gott, því fleiri félaga minna í VG sem hafa stutt umsóknina til þessa og lagt sál sína þar undir telji nú að endurskoða þurfi málið í heild sinni.
Orð eru til alls fyrst en að sjálfsögðu verður spurt um trúverðugleikann og efndir í þeirri umræðu.
Að fá fyrirgefningu og bæta ráð sitt
Umsóknin verði afturkölluð
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.