Evrópusambandið og Noregur taka sér einhliða yfir 90% af veiðiráðgjöf í makríl og ætla Íslendingum, Færeyingum og Rússum saman tæp 10%. Þessum 10% ætlast þeir til að við skiptum á milli okkar. Hlutdeild Íslendinga einna er nú milli 16 og 17% af heildarveiðinni í makríl eða tæp 150 þús. tonn.
Einhliða ákvörðun ESB og Noregs um eigin hlutdeild er því bein og meðvituð ávísun þessara ríkja á ofveiði á makríl, veiðistofni sem öll löndin bera sameiginlega ábyrgð á.
Allir bera sameiginlega ábyrgð
Verða fyrst að beita ESB ríkin refsiaðgerðum
Ofríki og nýlendustefna ESB
Dapurt er að lesa um að evrópsk útgerðafélög sameini nú krafta sína með stuðningi æðstu manna ESB í ófrægingarherferð gegn öllum fiskveiðum Íslendinga á þeim grunni að þær séu ósjálfbærar. Þar er nú steinum kastað úr glerhúsi því eitt stærsta vandamál útgerðar ESB-ríkjanna er brottkast, ofveiði á einstaka stofnum og slæm umgengni við fiskimiðin.
Og það sýnir best óeðli hlutanna ef þessir aðilar ætla að beita alþjóðlegu umhverfissamtökunum MSC, sem veita gæðavottun fyrir sjálfbærar veiðar, fyrir sig gegn Íslendingum í þessu máli. Láti MSC undan slíkum þrýstingi er trúverðugleiki þeirra í stórhættu.
Hótanir ESB eru ósvífnar
Makríldeilan og staða Skota sýnir vel hver staða okkar yrði innan ESB ef við hefðum framselt sjálfstæðan samningsrétt okkar til Brussel. Hörð afstaða Norðmanna er á vissan hátt skiljanleg því að makrílkvóti Íslendinga yrði sjálfkrafa hluti af makrílkvóta ESB ef við gengjum þar inn. Því myndu Norðmenn örugglega ekki fagna.
Full ástæða er til að taka hótanir ESB í makrílnum alvarlega
Mikilvægt er því fyrir okkur Íslendinga að afturkalla sem fyrst umsóknina að ESB og semja um makrílveiðarnar við önnur ríki sem sjálfstæð þjóð án hótana, ótta eða væntinga um að við séum á leiðinni í ESB.
Kannski verður makríldeilan, baráttan og kynningin á rétti okkar og málstað erlendis eitt stærsta og fyrsta verkefni nýkjörins forseta.
(Birtist sem grein í mbl. 30.júní sl.)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.