Föstudagur, 22. júní 2012
Standa þarf vörð um sjávarbyggðirnar - veiðar og vinnsla í heimabyggð
Efling dagróðrarflotans og fiskvinnslunnar í sjávarbyggðunum er bæði hagkvæm, umhverfisvæn og eykur stöðugleika í búsetu á landsbyggðinni. Þessum áherslum þarf að ná fram með jákvæðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Það er best gert m.a með auknum byggðatengingum aflaheimilda og rétti íbúanna til auðlindar sinnar, takmörkun á hlutfallslegri stærð fyrirtækja og hertum reglum gegn samþjöppun og krosseignatengslum stórfyrirtækjanna.
Óttast að smærri útgerðir fari í þrot
Veiðigjaldstaka í sjávarútvegi verður að vera hluti af heildarumgjörð atvinnuvegarins og hluti af þeim lögum en ekki í sérlögum eins og nú er lagt til. Hættan er sú að menn blindist í gjaldtökunni og láti stjórnast af síhungruðum ríkissjóði en missi heildaryfirsýnina og vanmeti áhrifin á einstakar byggðir og útgerðarform.
Meðf. er viðtal við mig á Stöð 2 sl.miðvikudag um málið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.