Þjóðaratkvæði um ESB fyrir næstu alþingiskosningar

Aðlögunarferlið að ESB heldur íslensku samfélagi í gíslingu.  Við ráðum í raun sáralitlu í þessari vegferð. „Evrópusambandið hefur sitt verklag“, eins og aðalsamningamaður Íslands segir í mbl. 21. febr.  Allsendis er óvíst hvenær ESB telur sig  og okkur tilbúin til að opna á viðræður  um stóra og viðkvæma málaflokka eins og sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál.

Er það ekki síst vegna þess að framtíðarstefna ESB sjálfs  í fiskveiðistjórnun og landbúnaði er í endurskoðun.   En jafnframt er okkur gert rækilega ljóst að Íslendingar verði að fara að kröfum ESB í þessum málaflokkum.

 Þessum viðræðum er ekkert að ljúka hinsvegar er komið fram að okkur bjóðast engir aðrir kostir en aðlögun að kröfum og skipulagi ESB.

Í vor eru þrjú ár frá því umsóknin var send til ESB.  Á þeim tíma  var  lofað að samningum yrði lokið eða tekin a.m.k. afstaða til þeirra fyrir lok kjörtímabilsins. Framundan er bein aðlögun að ESB,  aðeins spurning um tíma á einstaka þáttum.  

Bæði Alþingi og íslensku þjóðinni er því ekkert að vanbúnaði að taka afstöðu til málsins:

viljum við halda áfram vegferðinni  inn í ESB eða ekki ?

Það þing sem nú situr verður að ákveða fyrir þinglok í vor um framhaldið.

 Ég hef lagt til að ESB málið fari í þjóðaratkvæði í sumar, til dæmis samhliða forsetakosningum, en örugglega vel fyrir næstu alþingiskosningar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband