Mánudagur, 23. janúar 2012
Skagafjörður áfram lokaður fyrir dragnót
Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm yfir íslenska ríkinu en útgerðarfélag krafðist viðurkenningar á því að það væri óbundið af banni við veiðum með dragnót í Skagafirði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði á með reglugerð.( mbl. 19.01 2012,)
Ég hef lagt mikla áherslu á að loka fjörðum og grunnsævi í kringum landið fyrir afkastamiklum togveiðiskipum. Mikið hefur áunnist í þeim efnum. Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrv. skipstjóri og alþingismaður vann sérstaklega að þessum málum með mér í Sjávarútvegsráðuneytinu. Hefur þetta verið áhersluefnu Vinstri Grænna og einnig er kveðið á um það í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna. Þessar friðunaraðgerðir mínar mættu afar harðri og nánast ofstækisfullri gagnrýni af hálfu LÍÚ og hóps í félagi dragnótamanna.
Ég hef hinsvegar notið mikils stuðnings heimaðila, og gott samstarf hefur verið við marga dragnótarmenn um framkvæmdina.
Lokun Skagafjarðar fyrir dragnót var kærð til Héraðsdóms og síðan til Hæstaréttar.
Það var mér sérstakt ánægjuefni að í sl. viku staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms heimild mína og ákvörðun um lokun Skagafjarðar fyrir dragnótaveiðum.
Komið hefur verið á lokunum á innrihluta fjarða víða í kringum landið.
Áform voru um frekari friðunaraðgerðir af þessum toga á grunnsævi.
Dragnótaveiðar áfram bannaðar
Dragnótadeilan fyrir dómstóla
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.