Heilsársvegur í Árneshrepp á undan Vaðlaheiðargöngum

 

Árneshreppsbúar, eitt nyrsta byggðarlag á Íslandi hafa minnt á sig rækilega á undanförnum dögum og bent á með rétti þá mismunun og óöryggi  sem þeir búa við hvað samgöngur varðar.

Það hefur verið yfirlýst stefna og forgangsmál í samgöngumálum þjóðarinnar  að heilsárs vegur nái til  allra byggðarlaga í landinu sé þess nokkur kostur..

Erfiðlega hefur þó gengið að vinna samkvæmt því.  Almennt hefur verið samkomulag um að bættar samgöngur og vegagerð á Vestfjörðum  ættu að vera númer eitt tvö og þrjú í framkvæmdaröð  vegagerðar í landinu enda ástandið þar verst.

Vestfirðingar hafa  þó mátt búa við  ítrekaða frestun og niðurskurð á framkvæmdum,  m.a vegna ofþenslu á öðrum  landsvæðum einkum á suðvesturhorninu og síðan vegna kreppu á sömu svæðum.

Núverandi samgönguráðherra Ögmundur Jónasson hefur lagt til að meginhluti þess framkvæmdafjár sem ætlað er til vegaframkvæmda samkvæmt fjárlögum  verið á næstunni  varið til vegagerðar á Vestfjörðum. Mér finnst það  hárrétt forgangsröðun.

Vegurinn norður  Strandir í Árneshrepp stendur þó  útaf í þeim tillögum sem nú liggja fyrir alþingi.

Brýnt er að Alþingi standi við fyrri yfirlýsingar og  taki á samgöngumálum Árneshreppsbúa af fullri einurð;  bæta þjónustuna á núverandi vegi  og tryggja framkvæmdafé til heilsársvegagerðar í áföngum  til byggðarlagsins á næstu fjórum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband