Strandveiði og skötuselur brutu ísinn

Jón segir að strandveiðifrumvarpið og  skötuselsmálið fræga hafi tekið mikið á og forysta Samtaka atvinnulífsins og LÍÚ hafi brugðist hart við með hótunum,  auglýsingaherferð og uppsögn stöðuleikasáttmálans.

 Þeir hrópuðu „ svik „ og vitnuðu  til loforðs forystumanna ríkisstjórnarinnar  við gerð stöðugleikasáttmála um að ekki yrði hróflað við fiskveiðistjórnarkerfinu.

 Sjálfur segist Jón ekki hafa vitað af slíku loforði.

Tekist hafi að koma  strandveiðunum,  skötuselsmálinu , auknum byggðaheimildum og ýmsum öðrum mikilvægum breytingum  í gegnum þingið, þrátt fyrir ítrekaðar og harðar tilraunir til að koma í veg fyrir afgreiðslu þess máls.  Þakkar Jón  Atla Gíslasyni, þáverandi formanni sjávarútvegsnefndar, fyrir dyggan stuðning og mikla vinnu að málinu.

 „Eftir að ég kom fram með skötuselsmálið  fræga  í þinginu og það var talið svik á samkomulagi sem forystumenn ríkisstjórnarflokkanna höfðu gert við SA og LÍÚ  þá varð mér það alveg ljóst að þeim sömu  var alls ekki kappsmál að breyta á þeim tíma  miklu í fiskveiðistjórnuninni.“

( Byggt á viðtali , Ágúst Ingi Jónsson ræðir við Jón Bjarnason,  7. jan. 2012 )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband