Nú er of langt gengið

Erlent ríki með námskeið í hervæðingu ungmenna á Íslandi?

 "Æfa sig í ákv­arðana­töku NATO"  

1599740Fultrúar utanríkisráðuneytisins tóku þátt á  ráðstefnunni. Ljósmynd/Valgarður Gíslason/Varðberg Inn­lent Mynd­ir: 

Skyldu þau hafa verið frædd um hryðjuverkalög Breta á Íslendinga 2008 

"Breska sendiráðið stóð í dag fyrir „Módel NATO-ráðstefnu“ fyrir ungmenni um starfsemi Atlantshafsbandalagsins.

Á ráðstefnunni fengu þátttakendur tækifæri til að æfa sig í ákvarðanatöku NATO.

Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára gátu sótt um að sitja ráðstefnuna. Verkefnið byggðist á sviðsmynd.

Þau fengu úthlutað tiltekið land sem þau voru fulltrúar fyrir. Fengu þau tækifæri til að æfa sig í ákvarðanatökuferlum NATO í neyðarástandi.

Þurftu þau að ræða og taka ákvarðanir í takt við stefnu og hagsmuni þess ríkis sem þeir voru fulltrúar fyrir"

 Er ekki nóg að sjá utanríkisráðherra Íslands sveifla sverðum og dreifa frystigámum fyrir lík á vígvöllum Evrópu

Er ekki nóg að sjá utabríkisráðherra Íslands sveiflandi sverðum,  hoppandi upp í kjarnorkuknúna orustukafabáta í íslenskum höfnum,  dansandi á skriðdrekum með frystigama undir hendinni fyrir lík fallinna hermanna á vígvöllum herveldenna 

 Alþingi Íslendinga ætti frekar að beita sér fyrir námskeiði um frið

  Við sem erum  fædd og uppalin á árunum eftir stríð og þráðum heitast frið og Ísland stæði utan vopnaskaks og blóðþorsta stríðsþjóðanna svíður að lesa svona niðurlægjandi  stríðsæsingafréttir.

Skyldu ungmennin hafa verið frædd um að Bretar eru eina þjóðin í Evrópu sem hefur lýst stríði á hendur Íslendingum.

Sendu hingað vopnuð herskip, reyndu að sigla niður íslensk varðskip og fiskibáta í landhelgisstríðinu við Breta.

Hryðjuverkalög Breta á Ísland 2008 

Skyldu þessir bresku herforingjar hafa verið fræddir um að Bretland er eina landið í Evrópu sem hefur sett hryðjuverkalög á Íslendinga og sett viðskiptabann og lokað á bankalínur Íslands við umheiminn.

Hvernig ætli að atkvæðagreiðslan innan herforingjaráðs Nató hafi þá verið tekin

Verkefni fyrir "Þjóðaröryggisráð" að taka upp á viðsjárverðum tímum 

Ef ég man rétt voru það Færeyingar, Pólverjar og Rússar sem studdu Ísland og opnuðu á leiðir í gjaldeyrisviðskiptum,

Bretar höfðu sett hryðjuverkalögin á Ísland og ásamt  Vesturevrópu löndum lokað á gjaldeyrisviðskipti í fjármálahruninu sem þeir svo sjálfir áttu stærstan hlut að.

Meira að segja Norðmenn, Svíar og Danir sátu hjá um hryðjuverkalög Breta með hendur í skauti, sér til ævarandi skammar.  Hvernig fór ákvarðanataka Nató ríkja þá fram?

Þorskastríðin- Bresk Natóherskip á Íslandsmiðum 1958- 61 og 1972- 73

Skyldu Bretarnir hafa verið fræddir um að í "þorskastríðinu" við Breta og aðrar þjóðir í Vestur Evrópu voru það m.a. viðskifti við Rússland með kaup á síld og fiski og flutning olíu til landsins sem björguðu Íslendingum á þeims tíma í fullveldisstríði þjóðarinnar. Nú lítum við samt áfram á Breta sem vinaþjóð, enda þar eins og hér oft mikill munur á vilja almennings og stjórnvalda.

  Þjóðaröryggisráð og hernámskeið

Var viðfangsefnið kannski drónaflug og hvernig hershöfðingjar Nató-þjóðanna greiddu atkvæði um hvaðan þessir drónar kæmu, hvort þetta væri bara stjörnuhrap, drónar smalamanna á afréttum, eða Fiskistofu að elta trillukarla eða prófanir á nýju drónunum hjá löggunni í Þingeyjarsýslu.

Þjóðaröryggisráð, breska sendiráðið, hershöfðingjar Nató og gamlir Varðbergsfélagar hafa nóg um að ræða og rifja upp ógnir við Íslendina 

En að mínu viti  mætti alveg sleppa "áróðursnámskeiðum" erlendra stríðsþjóða í hervæðingu fyrir íslensk ungmenni

Skyldi hópurinn hafa sungið í lok  "hernámskeiðsins" fullveldis ljóð Huldu :

Hver á sér fegra föðurland

"Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.

Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ,
hún uni grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við ysta haf.

Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur liti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.

Emil Thoroddsen / Hulda

 

 


mbl.is Myndir: Æfa sig í ákvarðanatöku NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband