Ný þingsköp - þjóðaratkvæði um "Bókun 35"

Stjórnarskráin og þingsköp alþingis þurfa að treysta betur rétt og skyldur þingmanna til þess að bera umdeild mál á þingi undir þjóðina.

Málfrelsið á alþingi hefur verið eina vörn þingmanna í umdeildum málum sem þingmeirihluti vill keyra í gegn í miklu ósætti.  
Með beitingu 71. greinar þingskapa í sumar um að loka umræðum og krefjast atkvæðagreiðslu er lýðræðisréttur þingmanna á alþingi skertur verulega.
Eigi alþingi að halda stöðu sinni og þingmenn ábyrgð sinni og skyldum  þarf að koma til ný skipan á alþingi.
 
Stjórnarskrá Danmerkur - þarf verulega aukinn meirhluta á umdeild mál
 
"20. grein dönsku stjórnarskrárinnar 1. mgr.
Ákvarðanir, sem samkvæmt stjórnarskrá þessari falla undir stjórnvöld ríkisins, má með lögum framselja alþjóðlegum stofnunum, sem settar eru á stofn með gagnkvæmum samningum við önnur ríki til að stuðla að alþjóðlegri lögskipan og samvinnu.
2. mgr.
Til að lagafrumvarp samkvæmt 1. mgr. öðlist gildi þarf meirihluta fimm sjöttu þjóðþingmanna.
Náist slíkur meirihluti ekki, en þó nægur atkvæðafjöldi til að samþykkja venjulegt lagafrumvarp, og styðji ríkisstjórnin frumvarpið eftir sem áður, skal bera það undir atkvæði þjóðþingskjósenda til samþykktar eða synjunar samkvæmt reglunum um þjóðaratkvæðagreiðslur í 42. grein. 21. gr.
Konungur getur látið leggja fyrir þjóðþingið frumvörp til laga og annarra samþykkta.
22. grein
Lagafrumvarp sem þjóðþingið hefur samþykkt tekur gildi sem lög þegar konungur staðfestir það eigi síðar en 30 dögum eftir að það var endanlega samþykkt.
Konungur mælir fyrir um birtingu laga og fylgist með framkvæmd þeirra.

Þjóðaratkvæðagreiðslur- þriðjungur þingmanna 
42. gr. 1. mgr.
"Þegar þjóðþingið hefur samþykkt lagafrumvarp getur
 
 þriðjungur þingmanna innan þriggja rúmhelgra daga, frá því að frumvarpið var samþykkt, krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið.
Kröfu þar um verður að beina skriflega til þingforseta og skal hún undirrituð af öllum hlutaðeigandi þingmönnum. 2. mgr.
Lagafrumvarp, sem má bera undir þjóðaratkvæði skv. 6. mgr., getur konungur aðeins staðfest í samræmi við ákvæði 7. mgr. fyrir þann frest sem getið er í 1. mgr. eða áður en þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram. 3. mgr.
Þegar þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið krafist um lagafrumvarp, getur þjóðþingið innan fimm rúmhelgra daga frá endanlegri samþykkt frumvarpsins ákveðið, að það skuli falla niður. 4. mgr.
Taki þjóðþingið ekki ákvörðun í samræmi við 3. mgr. skal tilkynna forsætisráðherra eins fljótt og auðið er, að lagafrumvarpið skuli borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsætisráðherra lætur birta frumvarpið og gerir kunnugt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.
Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í samræmi við nánari ákvörðun forsætisráðherra, í fyrsta lagi tólf og í síðasta lagi átján rúmhelgum dögum eftir birtinguna. 5. mgr. Í þjóðaratkvæðagreiðslu eru atkvæði greidd með og á móti lagafrumvarpi.
Til að lagfrumvarpið falli niður, verður meirihluti þeirra sem atkvæði greiða, en þó minnst þrjátíu af hundraði allra atkvæðisbærra manna, að greiða atkvæði gegn því. 6. mgr.
 
Fjárlagafrumvarp, frumvarp til fjáraukalaga og laga um tímabundnar fjárveitinga, frumvarp til laga um ríkislán, laga um fjölda stöðugilda hjá ríkinu, launa- og eftirlaunalaga, laga um ríkisborgararétt, laga um eignarnám, um beina og óbeina skatta og laga um hvernig framfylgja á samningsbundnum skuldbindingum sem þegar eru fyrir hendi verða ekki borin undir þjóðaratkvæði.
Hið sama gildir um frumvörp til laga, sem fjallað er um í 8., 9., 10. og 11. gr., svo og ákvarðanir, sem getið er um í 19. gr., svo framarlega að þær séu í lagaformi, nema það sé ákveðið með lögum í sambandi við síðastnefndu ákvarðanirnar að slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram.
Um stjórnarskrárbreytingar gilda reglurnar í 88. gr. 7. mgr. Í sérstaklega áríðandi tilvikum getur konungur staðfest lagafrumvarp sem má bera undir þjóðaratkvæði, um leið og það hefur verið samþykkt, þegar frumvarpið geymir ákvæði þess efnis."
Þriðjungur þingmanna getur krafist þjóðaratkvæða
"Krefjist þriðjungur þingmanna þjóðaratkvæðisgreiðslu um frumvarpið eða hin staðfestu lög í samræmi við 1. mgr., verður hún haldin samkvæmt fyrrnefndum reglum.
Ef lögin eru felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, tilkynnir forsætisráðherra niðurstöðuna án ónauðsynlegra tafa og í síðasta lagi 14 dögum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Frá tilkynningardegi falla lögin úr gildi. 8. mgr. "
 
"Bókun 35" í þjóðaratkvæðagreiðslu
Væru tilsvarandi fyrirvarar hér og réttur  minnihluti þingaman
Þyrftu  5 af hverjum 6 þingmönnum á Alþingi að samþykkja  "bókun 35"   annars yrði hún að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þriðjungur þungmanna   sem yrði hér 21 þingmður gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um almenn lagafrumvarp
 
Skyldur og ábyrgð
Merð þessum ákvæðum fyrlgja skyldur og ábyrgð. 
Reynsla  t.d. Dana sýnir að sparlega er farið með þessi ákvæði og ríkisstjórnarmeirihluti vandar sig meir og leggur áherslu á samstöðu í málum og vinnur með þeim hætti.
Með þessu er ekki verið að skerða rétt eða skyldur kóngsins í okkar tilfelli forseta til þess að neita að skrifa undir lög og vísa þeim til þjóðarinnar.
 
Alþingi getur sjálft breytt almennum vinnureglum sínum sem ekki ganga gegn stjórnarskrá
Væntanlega getur alþingi að eigin frumkvæði tekið ákvarðinir í þingsköpum umm hluta slíkra ákvæða og haft sem vinnureglu þótt ekki sé bundið í stjórnarskrá. 
 
 "Bókun 35" um framsal á íslensku dómsvaldi til erlendra dómsstóla  eins og bókunin kveður á um  ætti að fara  í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að ætla að keyra hana í gegn  með hótun um að beita aftur 71, grein þingskapa

Bloggfærslur 22. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband