Miðvikudagur, 9. júlí 2025
"Að setja sig á háan hest"
Það er vandi að vera ríkisforstjóri yfir einni stærstu stofnun landsins- Landsvirkjun- og hafa síðan í beinum eða óbeinum hótunum við lýðræðiskjörin yfirvöld sín.
Er hér bæði átt framkomu við löggjafasamkomuna, Alþingi, lög og dómstóla landsins eins og Hæstarétt.
Sjálfssagt er að hafa málefnalega skoðun á hinum ýmsu málum og líka sem snerta þá stofnun eða fyrirtæki sem viðkomandi er tímabundið í ábyrgð fyrir.
Hinsvegar verður líka að gæta að ráðningarsamningi sínum, takmörkunum og verksviði.
Sérstaklega á þetta við þegar kemur að pólitískum álitaefnum sem eru í höndum löggjafans að setja mörk um.
Löggjafinn hefur sín rök fyrir ákvörðuninni, hvort sem einhverjum okkar líkar betur eða verr.
Það er hreinlega áfellisdómur yfir löggjafa þess tíma að hafa ekki vandað betur til verka við lagasetninguna. Í dómnum segir beint að það sé ekki Hæstaréttar að leiðrétta óvandaða lagasetningu, bætir Hörður við. ( MBL: 09.07)
Það skipar enginn utanaðkomandi Alþingi fyrir verkum
Það skipar enginn Alþingi fyrir verkum hvorki hæstaréttardómarar né mikilvægir forstjórar eða aðrir sem telja sig þó merkilega.
Niðurlægingar tal og hótanir í garð yfirboðara sinna - lýðræðislega kjörins alþingi- um ábyrgð þess og ákvarðanir er vand meðfarið.
Gildir einu hvort heldur slíkt tal er frá dómstólum eins og Hæstarétti eða frá ríkissforstjóra sem hefur sitt afmarkaða starfsvið í tilteknu fyrirtæki eða stofnun þann tíma sem hann er þar ráðinn.
![]() |
Dómurinn áfellisdómur yfir löggjafanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)