Miðvikudagur, 7. maí 2025
"Olíuverð hríðfellur en ekki á Íslandi"
Olíuverð hefur fallið mjög á heimsmarkaði síðustu vikur en ekki verður þess vart á dælum hér á landi,
"Almenningur borgar alltaf
Þótt heimsmarkaðsverð falli getur tekið margar vikur jafnvel mánuði fyrir áhrifin að skila sér að fullu í dæluverð hér á landi.
Hins vegar virðist verðlagningin vera næmari fyrir hækkunum." !!
Sá sýndarveruleiki sem er í kringum olíuverslun á Íslandi- að um sé samkeppni sem ekki sést- sannast vel á bensin og olíudælum landsmanna þessa dagana.
Gengi krónunnar hækkar, oliuverð á heimsmarkaði lækkar en bensinstútarnir á Íslandi heimta sitt á fullu.
Og olíusamtryggingarfélögin raka til sín arðinum.
Eitt ríkisolíufélag- samkeppnin er hvort eð er engin.
Væri ef til vill þjóðhagslega best að þjóðnýta oliufélögin og hætta þessum leikaraskap og samtryggingu gróðafélagana með einu öflugu ríkisolíufyrirtæki sem ræki alla olíuverslun í landinu
Þannig að gróðinn færi beint til ríkisins en ekki til eigenda þessara fyrirtækja sem nú maka krókinn á kostnað almennings og fyrirtækja í landinu.
![]() |
Olíuverð hríðfellur en ekki á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)