"Olíuverð hríðfellur en ekki á Íslandi"

Olíuverð hefur fallið mjög á heimsmarkaði síðustu vikur en ekki verður þess vart á dælum hér á landi,

"Al­menn­ing­ur borg­ar alltaf

Þótt heims­markaðsverð falli get­ur tekið marg­ar vik­ur – jafn­vel mánuði – fyr­ir áhrif­in að skila sér að fullu í dælu­verð hér á landi.

Hins veg­ar virðist verðlagn­ing­in vera næm­ari fyr­ir hækk­un­um." !!

Sá sýndarveruleiki sem er í kringum olíuverslun á Íslandi- að um sé samkeppni sem ekki sést-  sannast vel á bensin og olíudælum landsmanna þessa dagana.

Gengi krónunnar hækkar, oliuverð  á heimsmarkaði lækkar en  bensinstútarnir á Íslandi heimta sitt á fullu. 

Og olíusamtryggingarfélögin raka til sín arðinum.

Eitt ríkisolíufélag- samkeppnin er hvort eð er engin.

Væri ef til vill þjóðhagslega best að þjóðnýta oliufélögin og hætta þessum leikaraskap og samtryggingu gróðafélagana með einu öflugu ríkisolíufyrirtæki sem ræki alla olíuverslun í landinu 

Þannig að gróðinn færi beint til ríkisins en ekki til eigenda þessara fyrirtækja sem nú maka krókinn á kostnað almennings og fyrirtækja í landinu.

 


mbl.is Olíuverð hríðfellur en ekki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband