Munu dómarar hjá ESB ákveða hver má bjóða fram á Íslandi

Nú þegar dómari í Frakklandi hefur dæmt Le Pen einn öflugasta stjórnmálamann Frakklands frá að mega bjóða sig fram sem forseta rifjast upp fyrirsögn frá 2017

" Marine LePen, forsetaframbjóðandi Front National í Frakklandi, hefur heitið því að berjast fyrir úrsögn úr Evrópusambandinu ef það afsalar ekki stjórn á landamærunum, löggjöf og peningamálum til Frakka"

Hvað sem ýmsum finnst um pólitískar áherslur og stefnumál flokksins  kom fram að Le Pen hafði á engan hátt hagnast persónulega eða brotið af sér sem einstaklingur.

En peningar frá ESB voru ekki nýttir fyrir flokk hennar á "réttan hátt".

Mér var nú hugsað til allra "brúnu umslaganna" frá áróðursdeild ESB í kringum umsókn Íslands 2009. 

 Í Frakklandi "Vöggu lýðræðis" !

„Þarna er stjórnmálamaður sem er búinn að vera að sækja í sig veðrið og auka fylgi gríðarlega.

Þjóðfylkingin er orðin með stærstu flokkunum í Frakklandi. Og hún hefur tilkynnt það að hún ætli að bjóða sig fram til forseta í Frakklandi árið 2027.

En þessi sakfelling þýðir auðvitað það að Marine Le Pen er ekki heimilt lengur að bjóða sig fram til forseta.“ segir frosti  Logason á Ejunni í dag,

Þrískipting valds og ábyrgðar í lýðræðisríki 

Það að dómari geti brotist svona inn í löggafarsvið lýðræðisins er óhugnalegt. 

Þrískipting valds og ábyrgðar eru hornsteinar í lýðræðisþjóðfélagi. 

"Bókun 35" um framsal á valdi til dómstóla EES/ ESB er til umfjöllunar á alþingi.

Þar er einmitt verið að krefjast þess að Ísland innleiði tilskipun sem gefi EES/ ESB löggjöf og reglur forgang ef þær greinir á við íslensk lög.

Framsal á fullveldi og sjálfsákvörðunar rétti Íslands er þar í húfi.

Og það " merkilega" er að til eru jafnvel íslenskir "dómarar" og "lögspekingar" sem  nánast krefjast þess að Alþingi setji "bókun 35" inn í íslensk lög.

Dómaraklúbbur EES/ ESB lætur ekki að sér hæða í þeim efnum

Gætum að okkar fullveldi og lýðræði

 


mbl.is Le Pen setur Evrópusambandinu afarkosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband