"Á­varpaði mennta­fólk á leið­toga­fundi" !

Gott er til þess að vita að venjulegt alþýðufólk sem barist hefur áfram gegnum súrt og sætt geti orðið menntamála ráðherra. Einstaklingar sem hafa öðlast menntun, styrk og fjölbreytta reynslu hins daglega lífs sem ber þá til æðstu trúnaðarstarfa

Ég þekki ekki persónulega nýjan  menntamálaráðherra Guðmund Inga Kristinsson enda skiptir það ekki neinu. 

Mér finnst á sporum hans, ferli og orðum við kalli til ráðherra  að þar fari heiðarlegur maður sem vinni samkvæmt samvisku sinni, reynslu, virðingu og hug í auðmýkt.

Einn forvera hans, Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði hélt sínar tölur á íslensku  og veitti ekki vín í veislum eða boðum ráðuneytisins.

Vilhjálmur var virtur heimsmaður sem og hvarvetna meðal landsmanna sinna.

Hlýr og beinn.

En vissulega ekki að berjast fyrir brennivíni í matvörubúðir

Með fullri virðingu fyrir hverskonar menntun, "akademiskri" "verklegri", áunnið sér til munns, handa, fóta, til orðs og æðis.  

Þá felst í hugtakinu "Menntun" að "verða að manni" í víðtækum skilningi og án alls hroka.

Ég hrökk við að sjá fyrirsögn eins og var á visir.is nýlega einmitt þar sem dagsgamall ráðherra flutti ræðu, ávarp;

"Guð­mundur Ingi á­varpaði "mennta­fólk" á "leið­toga­fundi" (leturbr. jb  (Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2025 10:47) 

Árnaðaróskir til nýs ráðherra
Ja hérna.
Fyrir mér er varla hægt að ganga lengra í hroka í þrem orðum þótt valalaust hafi þetta verið fyrirsögn ráðstefnunnar og blaðamaður í einfeldni haft eftir.
Ég óska Guðmundi Inga Kristinssyni farsældar í ráðherraembætti sem hann í viðtali virðist taka við í auðmýkt en ákveðinn með sjálfstraust og hrokalaust við óvenjulegar aðstæður.
 

mbl.is Guðmundur um ræðuna: „Fall er fararheill“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband