Fimmtudagur, 13. febrúar 2025
Reykjavíkurflugvöllur - Nýr meirihluti - Hvað svo
Verður nýr meirihluti myndaður um grenitréin, steinkumbaldana í Öskjuhlið og Græna gímaldið í Mjóddinni.
Grenitrjáafarsinn í Öskjuhlíðinni er klár móðgun við landsbyggðina og reyndar landsmenn alla,.
Biðji landsmenn afsökunar
Að mínu mati ætti borgarstjórn Reykjavíkur öll með tölu og fyrrum borgarstjórar að biðjast afsökunar á framferði sínu gagnvart Reykjavíkurflugvelli á síðustu árum og áratugum.
Samgönguráðherrar sem hafa stutt við þessa hatursferð gegn flugvellinum með girðingum og lóðaframsali ættu einnig að biðjast afsökunnar
Landspitalinn - Flugvöllurinn
Sú ákvörðun að byggja þjóðarsjúkrahúsið á þeim stað sem nú er var einmitt tekin með tilliti til nálægðar við flugvöllinn.
Olíutankarnir í Örfirisey - byggingasvæði fyrir 15 þús manns?
Það er nóg annað byggingaland til - bara með góðri tengingu við Kjalarnesið t.d. með Sundabraut.
Tala nú ekki um olíutankana í Örfirisey sem ættu löngu að vera farnir í stað þess að keyra eldsneyti í gegnum götur Reykjavíkur endilangar
Skipulags slys eða hrein meinfýsni
Makalaust að enn skuli þrefað um nokkur grenitré í Öskjuhlíðinni sem plantað var í grandaleysi fyrir áratugum síðan í þeirri von að þau myndu aldrei vaxa borgarbúum yfir höfuð né heldur stofna flugöryggi í hættu.
Stóru nýju blokkunum í Öskjuhlíðinni virðist einmitt hafa verið valinn staður þar til þess að hrekja flugvöllinn burt
Hugarfarið sem birtist hjá einum varborgarfulltrúanum um
" helvítis flugvöllin" spáir ekki góðu frá nýjum meirihluta borgarstjórnar.
Stundum þarf að tala skýrt
Ég minnist þess að erfitt reyndist að fá ályktað með flugvellinum á landsfundum Vg hér áður því það væru svo miklir hagsmunir í húfi að selja lóðir.
Vorum við samt mörg býsna harðdræg félagar af landsbyggðinni
Mannslíf eða samgöngur við landsbyggðina virtust þar aukatriði
Flugvallarvinir- landsmenn allir
Það verður vonandi að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg láti af hatri á Flugvellinum og styðji við að endurheimta flugöryggið og þjónustustigið fyrir landsmenn alla
![]() |
Ein flugbraut eftir á Reykjavíkurflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)