Umpólun íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum

Leiðtogafundur æðstu manna  Sovétríkjanna og Bandaríkjanna  11 og 12 október 1986, þeirra  Mihcael Gorbachef og Ronalds Regans í Höfða í Reykjavík  markaði tímamót í samskiptum austurs og vesturs.

Leiðtogafundurinn í Höfða lagði grundvöllinn að umfangsmiklum afvopnunarsamningum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skömmu síðar.AP/Bob Daugherty

Friðarfundurinn í Höfða 1986

Sá fundur  átti stóran þátt í að bundinn var endir á svo kallaða "kalda stríð" milli þessara stórvelda. 

Í framhaldi af Reykjavíkurfundinum var síðar gerður afvopnunarsamningur  milli ríkjanna m.a. um takmörkun og eyðingu kjarnorkuvopna. 

Og í kjölfarið leystist "Sovétblokkin" upp og einstök ríki Austur- Evrópu og Eystrasalts  fengu aukið sjálfræði og  sjálfæði sitt á ný.

Varsjárbandalagið, varnarbandalag Austurblokkarinnar, lagðist niður og vonir margra stóðu til  að Hernaðarbandalagið Nató færi sömu leið.

"Hlutleysi" Íslands var styrkleiki á alþjóðavísu

Þrátt fyrir hernám og hersetu seinni heimsstyrjaldar 1940 til 1945 tókst Íslandi að halda stöðu sinni sem hlutlaust ríki og boðberi friðar í átökum stórveldanna út um heim.

 Og jafnvel þótt  landið gengi í Atlantshafsbandalagið og gerði varnarsamning við Bandaríkin  var þjóðin andvíg stríði og því að leysa deilumál ríkja með hervaldi, vopnum og manndrápum.  Ísland hefur ávalt fordæmt vopnuð stríðsátök

 Í hernaðrarbrölti stórveldanna hélt Ísland stöðu sinni og góðum samskiptum við höfuð stórveldin  Rússland og Bandaríkin þrátt fyrir að þau nánast bærust á banaspjótum í hinum ýmsu heimshlutum. 

Sjálfstæði Íslands-eigin frumkvæði og ímynd

Sovétríkin hafa verið áratugum saman eitt helsta viðskiftaríki Íslands ekki síst þegar Vestur -Evrópuríkin lokuðu á viðskifti við Ísland í þorskstríðunum er þau reyndu að hindra útfærslu  fiskveiðilögsögunnar

Eða þegar Vestur- Evrópa lokaði á gjaldeyrisviðskifti við Ísland og Englendingar settu á okkur hryðjuverkalög.  

Ísland hafði náð fullveldi sínu með rökum, samningum án vopnaðra átaka og hafði í raun sterka ímynd sem frjáls, friðelskandi þjóð,- þjóð  sem væri ávalt reiðubúin að leggja sitt á voagarskál friðar og samninga.

Stungið upp á Reykjavík sem friðarborg

 Gorbasjof leiðtogi Sovéríkjanna stingur upp á Reykjavík  sem fundarstað þeirra Regans Bandaríkjaforseta.

Hann var þar ekki  að velja stað þar sem ráðherrar í stríðsæsingi veifuðu sprengjum  eða létu mynda sig  með herhjálma á skriðdrekum eða um borð í kjarnorkuvopna búnum kafbátum

Gorbachef stingur upp á Reykjavík sem fundarstað vegna  friðarímyndar Íslands þekkt fyrir gott samstarf við allar þjóðir.

 Nú er enginn Steingrímur Hermannsson eða Ragnar Arnalds  

Nú er enginn Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra eða Matthías Á Matthiesen utanríkisráðherra.

Með tveim síðustu ríkisstjórnum hefur utanríkisstefna Íslands og samskipti við aðrar þjóðir gjörsamlega umpólast.

Við sjáum forystumenn íslenskra stjórnvalda dansa flissandi á tánum kringum morðæsta stríðsæsingamenn veifandi sprengjuvörpum og herdrónum:

" Við ætlum að vera með í hópi hinna viljugu stríðsæstu herstjóra"

Það er sorglegra en tárum taki að ekki skuli vera neitt stórnmálaafl á Íslandi sem talar fyrir friði.

Enginn ráðherra eða þingmaður, sem getur með fordæmi sínu og orðræðu  komið fram sem sjálfstæður, trúverðugur boðberi friðar, mannúðar, mannréttinda, samtals og samninga milli þjóða.

Hverjum dytti nú í hug  að Pútin og myndi stinga upp á Reykjavík sem fundarstað friðar og samninga milli stríðandi þjóða.

Nýr forsætisráðherra á möguleika að snúa ímyndinni við en þá þarf að snúa hjólinu hratt og gjörbreyta stefnunni strax

Stríðsæsing íslenskra stjórnvalda er ógn við ímynd og fullveldi ladsins

Væri kannski rétt að ræða þessa breyttu stöðu Íslands á fundi

"Þjóðaröryggisráðs" og þá hættu sem stríðsæsing íslenskra stjórnvalda getur haft í för með sér fyrir þjóðina.

Íslenska þjóðin var ekki spurð hvort hún vildi slást í hóp á vígvöllum hinna stríðsæstu herstjóra

 

 


Bloggfærslur 2. október 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband