Brennivín í búðir - Með tárin í augum !

Hagkaup býður nú stolt og reginslega brennivín og annað áfengi í búðum sínum og netverslun.

Er þetta hið stóra sameiginlega átak auðhringsins  gegn unglingadrykkju sem kallað er eftir?.

Hroki og andstæður

Það eru svo sorglega hrópandi andstæður í samfélaginu. 

Hver pólitíkusinn eftir annan, jafnvel biskupinn og forsetinn   "nuddar" sér upp úr sorglegum og hryllilegum atburðum meðal ungs fólks. Kallað er á samstöðu

Atburðum sem í flestum  málum tengist áfengi eða öðrum vímuefnum.

Mér sýndist sumir ráðherra "tárast"  í ræðustól á alþingi í gær yfir sorglegum afleiðingum ofbeldis fíkniefna og áfengisneyslu ungs fólks. Sem er alveg ástæða til 

  En með hinni hendinni er heimilað aukið aðgengi að þessum efnum í búðum og almennum verslunum. 

Þetta nálgast  hræsni að mínu mati.  

"Velferðarstofnunin" Hagkaup og brennivínið"

"Reiknað er með stutt­um af­hend­ing­ar­tíma ef verslað er á tím­an­um frá klukk­an 12 til 21.

Þá verður einnig hægt að nálg­ast vör­ur í Dropp-boxum hring­inn í kring­um landið en sú af­hend­ing er sögð taka lengri tíma. Þarf aft­ur að auðkenna sig ra­f­rænt þegar send­ing­in er sótt til að fá vör­una af­henta.

„Við fögn­um því að geta loks boðið viðskipta­vin­um okk­ar upp á þessa þjón­ustu. Hag­kaup hef­ur alltaf haft hag viðskipta­vina að leiðarljósi og verið í far­ar­broddi þegar kem­ur að versl­un­ar­frelsi og nýj­ung­um í versl­un. Þessi nýja þjón­usta er kær­kom­in viðbót fyr­ir þann stækk­andi hóp sem sæk­ist eft­ir aukn­um þæg­ind­um og tímasparnaði og get­ur núna keypt meira til heim­il­is­ins í einni ferð,“ er haft eft­ir Sig­urði Reyn­alds­syni, fram­kvæmda­stjóra Hag­kaups."

Með tárin í augum 

Var þetta ákallið sem ráðherrar, þingmenn  og forseti og biskup  kölluðu eftir með tárin í augunum.

Voru þetta tárin sem Hagkaup ætlar að þurrka með brennivíni í búðirnar sínar?

Ég held að þjóðin  sé ekki að kalla eftir brennivíni í allar búðir. Þvert á móti


mbl.is Áfengisvefverslun í samstarfi við Hagkaup opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband