Fimmtudagur, 12. september 2024
Brennivín í búðir - Með tárin í augum !
Hagkaup býður nú stolt og reginslega brennivín og annað áfengi í búðum sínum og netverslun.
Er þetta hið stóra sameiginlega átak auðhringsins gegn unglingadrykkju sem kallað er eftir?.
Hroki og andstæður
Það eru svo sorglega hrópandi andstæður í samfélaginu.
Hver pólitíkusinn eftir annan, jafnvel biskupinn og forsetinn "nuddar" sér upp úr sorglegum og hryllilegum atburðum meðal ungs fólks. Kallað er á samstöðu
Atburðum sem í flestum málum tengist áfengi eða öðrum vímuefnum.
Mér sýndist sumir ráðherra "tárast" í ræðustól á alþingi í gær yfir sorglegum afleiðingum ofbeldis fíkniefna og áfengisneyslu ungs fólks. Sem er alveg ástæða til
En með hinni hendinni er heimilað aukið aðgengi að þessum efnum í búðum og almennum verslunum.
Þetta nálgast hræsni að mínu mati.
"Velferðarstofnunin" Hagkaup og brennivínið"
"Reiknað er með stuttum afhendingartíma ef verslað er á tímanum frá klukkan 12 til 21.
Þá verður einnig hægt að nálgast vörur í Dropp-boxum hringinn í kringum landið en sú afhending er sögð taka lengri tíma. Þarf aftur að auðkenna sig rafrænt þegar sendingin er sótt til að fá vöruna afhenta.
Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð, er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóra Hagkaups."
Með tárin í augum
Var þetta ákallið sem ráðherrar, þingmenn og forseti og biskup kölluðu eftir með tárin í augunum.
Voru þetta tárin sem Hagkaup ætlar að þurrka með brennivíni í búðirnar sínar?
Ég held að þjóðin sé ekki að kalla eftir brennivíni í allar búðir. Þvert á móti
Áfengisvefverslun í samstarfi við Hagkaup opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.9.2024 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)