"Að segja satt"

" Þið verðið að segja mér satt"

söng Ingibjörg Þorbergs í Aravísum.

Þessi orð koma í hugann þegar hlustað er á boðskap jafnvel fyrrverandi ráðherra um aðild að ESB.

Skilyrðin liggja öll fyrir.

Um þau verður ekki samið. ESB ræður þar för. 

Hvernig ætti líka samband sem stefnir að einu sameinuðu ríkjasambandi að eltast við hinar og þessar varanlegar undanþágur?

Draumórar gömlu ESB -sinnana  

Rök sem höfð voru uppi við umsóknina 2009 um að "kíkja í pakkann"  og ákveða svo eftir á hvort aðild er samþykkt eða ekki voru annaðhvort ótrúleg vankunnátta um aðildarferlið  eða vísvitandi blekking þeirra sem héldu því þá fram.

Blekkingin  fólst í því að segja ekki satt. 

Og enn  dettur einhverjum í hug að halda áfram  í þeim blekkingarleik frá 2009.

Árið er hinsvegar 2024 en ekki 2006. Eftir því sem ég veit þá var  inntöku reglum ESB breytt.

Nú verður að innleiða allar lög og reglur ESB eða skuldbinda í lögum hvenær það yrði gert áður en "samningum telst lokið"

 Stækkunarbók ESB segir:

 " Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á lögum og reglum ESB,framkvæmd þeirra og beitingu sem fylla  ( 2009) 90 þúsund blaðsíður.
Um þessar reglur er ekki hægt að semja.".
 
Þessi skilyrði voru svo ítrekuð af stækkunarstjóra ESB  og samninganefndarmönnum viðræðum sem ég átti sem ráðherra og við erindreka þeirra.
 
 "Hótel California" söng The Eagles
.
Umsókn um aðild að ESB var fyrirvaralaus á sínum tíma og samkvæmt 49 kafla samþykkta ESB.
Í henni felst samþykki fyrir því að undirgangast  öll lög og reglur ESB og þær ákvarðanir sem  Framkvæmdastjórnin síðar tekur. 
Umsóknin var síðan afturkölluð eða "sett á ís" 
 
Spurning um þjóðaratkvæðgreiðslu snýst því aðeins um hvort  viltu þu ganga í ESB eða ekki.
 
Aravísur - að segja satt
Þau sem enn halda að hægt sé að sækja um aðild að ESB og velja úr bitunum ættu að hlusta á Aravísur Ingibjargar Þorbergs:
- "Því er sykurinn sætur?
- Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
- Hvar er heimsendir amma?
- Hvað er eilífðin, mamma?
- Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
- Því er afi svo feitur?
- Því er eldurinn heitur?
- Því eiga ekki hanarnir egg"?
 
 "Þið eigið að segja mér satt"
 
Skilmálarnir liggja fyrir. 
Árið er 2024
Nýjar "könnunarviðræður" eru einfaldlega ekki til í orðabókinni

Bloggfærslur 9. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband