Afar góð hugmynd - Ungmenna sjósókn

Að hvetja ungmenni sérstaklega til fiskveiða yfir sumartímann og fénýta aflann er góð hugmynd.
Hvatning fyrir ungt fólk til þess að kynnast sjómennsku og umgengni við þessa auðlind við ströndina.
Jafnframt hvatning fyrir sjávarbyggðirnar.
 
Skólaskip
Ekki veit ég hvort skólaskipin sem við Guðjón Arnar börðumst fyrir á sínum tíma ganga enn.
En þau voru  mjög vinsæl yfir sumarið

Ungir sjómenn ánægðir með vænan steinbít sem fékkst á...
"Norðmönnum sem stunda sjósókn sem aðalstarf og eru yngri en 30 ára hefur fjölgað þó nokkuð undanfarin ár. Sérstaka athygli vekur að þeim sem eru yngri en 20 ára fjölgar mikið og er talið að eins konar kynningarveiðar fyrir ungmenni hafi haft veruleg áhrif á þessa þróun. Ekkert sambærilegt er í boði hér á landi.

Um er að ræða sér­staka veiði þar sem fólki á aldr­in­um 12-25 ára gefst kost­ur á að skrá sig til leiks og var veiðitíma­bilið síðastliðið sum­ar 17. júní til 16. ág­úst. Hver þátt­tak­andi hef­ur heim­ild til að landa afla fyr­ir 50 þúsund norsk­ar krón­ur á tíma­bil­inu, jafn­v­irði 626 þúsund ís­lenskra króna. Má nota hin ýmsu veiðarfæri svo sem stöng, hand­færi, línu, net og gildr­ur.

Stúlk­ur 35% þátt­tak­enda

Síðastliðið sum­ar var 651 ung­menni skráð til þátt­töku í veiðunum, þar af voru 227 stúlk­ur eða 35% þátt­tak­enda".

Ýmsar leiðir eru til þess að auka möguleika einstaklingsins,  rétt og frelsi.

Efla menningu í kringum þessa náttúru auðlind okkar og styrkja unga fólkið til þroska. 

Sagan um bóndann sem átti 100 kyr en leiguliðinn í horninu átti eina kú . 

Ríki bóndinn gat varla sofið á nóttunni.

Stöðugt að hugsa út ráð til þess að komast yfir þessa einu kú leiguliðans.

Vafalaust sjá menn mikla " hagræðingu" í svefnlausum áformum stórbóndans. 

Ábyrgð verslunarkeðjanna

Hvernig væri að verslunarkeðjurnar finndu leið ttil þess að hvetja ungt fólk til þess að hefja smávöruverslun á ny á horninu. 

Árið 2025 - ár æskulýðs og ungmenna.

Nóg er  talað um vandann  - hvers konar samfélag viljum við. 

Í æsku áttum við krakkarmir jafnvel eitt eigið net og gátum selt okkar rauðmaga- reyktan eða ferskan 

Attum okkar eigin örfár  kindur í hópnum og ullin og lömbin voru lögð inn á okkar reikning. 

Gott spor hjá Norðmönnum

 

 

 


Lesa meira

200 mílur | Morgunblaðið | 28.12.2024 | 14:17

 


mbl.is Væri ungmennaveiði eitthvað fyrir Íslendinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband