Sunnudagur, 29. desember 2024
Afar góð hugmynd - Ungmenna sjósókn
Um er að ræða sérstaka veiði þar sem fólki á aldrinum 12-25 ára gefst kostur á að skrá sig til leiks og var veiðitímabilið síðastliðið sumar 17. júní til 16. ágúst. Hver þátttakandi hefur heimild til að landa afla fyrir 50 þúsund norskar krónur á tímabilinu, jafnvirði 626 þúsund íslenskra króna. Má nota hin ýmsu veiðarfæri svo sem stöng, handfæri, línu, net og gildrur.
Stúlkur 35% þátttakenda
Síðastliðið sumar var 651 ungmenni skráð til þátttöku í veiðunum, þar af voru 227 stúlkur eða 35% þátttakenda".
Ýmsar leiðir eru til þess að auka möguleika einstaklingsins, rétt og frelsi.
Efla menningu í kringum þessa náttúru auðlind okkar og styrkja unga fólkið til þroska.
Sagan um bóndann sem átti 100 kyr en leiguliðinn í horninu átti eina kú .
Ríki bóndinn gat varla sofið á nóttunni.
Stöðugt að hugsa út ráð til þess að komast yfir þessa einu kú leiguliðans.
Vafalaust sjá menn mikla " hagræðingu" í svefnlausum áformum stórbóndans.
Ábyrgð verslunarkeðjanna
Hvernig væri að verslunarkeðjurnar finndu leið ttil þess að hvetja ungt fólk til þess að hefja smávöruverslun á ny á horninu.
Árið 2025 - ár æskulýðs og ungmenna.
Nóg er talað um vandann - hvers konar samfélag viljum við.
Í æsku áttum við krakkarmir jafnvel eitt eigið net og gátum selt okkar rauðmaga- reyktan eða ferskan
Attum okkar eigin örfár kindur í hópnum og ullin og lömbin voru lögð inn á okkar reikning.
Gott spor hjá Norðmönnum
Lesa meira
200 mílur | Morgunblaðið | 28.12.2024 | 14:17
Væri ungmennaveiði eitthvað fyrir Íslendinga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)