Grátkórinn í orkumálum - Saga grátkóranna

Auðstéttir og græðgisfyrirtæki hafa gjarnan gripið til grátsins  þegar þær vilja komast yfir eignir eða verðmæti samfélagsins. Nú er það orkan:

 „SI vísa því al­farið á bug, sem ýjað er að í grein orku­mála­stjóra, að sam­tök­in legg­ist gegn vernd fyr­ir ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki. SI tala fyr­ir markaðslausn­um"

Segir framkvæmdastjóri iðnaðarins og hjólar í orkumálastjóra

Útgerðar grátkórinn- L Í Ú ( SFS) - gráturinn 

var þekktur gegnum árin þegar stórútgerðirnar grétu hástöfum yfir "ranglæti" í kvóta málum .

Þeím stóru fannst ganga of hægt að sölsa undir sig og fá afhentar fiskveiðiheimildir landsmanna sem minni útgerðir og einstaklingar í fiskveiðum réð yfir.

Allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins t.d."grét" hástöfum  þegar strandveiðar voru samþykktar á Alþingi 2009.

Þau gengu úr þingsal og greiddu síðan atkvæði gegn strandveiðunum.

Kölluðu strandveiðarnar "rán"

Sumir þeir sem þá "grétu" hæst á þingi leiða nú "grátinn" í orkumálum 

Laxeldis grátkórinn

sem hágrét mest þó á - útlensku-  ef hver fjörður og hver vík átti ekki að liggja opin fyrir þessum fjárfestingar aðilum.  -

Og hvílík ósvinna að fara að setja reglur og takmörkun og siðferði að ekki sé minnst á náttúruvernd!  - Þetta eru allt "Íslandsvinir" 

  Sjókvíaeldis gráturinn varð og er hávær og sár.

 Enginn spyr hver er nettó ávinningur íslenska þjóðarbúsins eða - hvað verður eftir af virðisaukanum í landinu

Stutt er á milli gömlu "grátkóranna" í "LÍÚ" ( SFS) og sjóeldisfyrirtækjanna á Íslandi.

Ferða þjónustu grátkórinn sem grét hvað hæst í Covið faraldrinum og grætur enn. 

 Gengdar laus þensla og fjárfestingar í ferðaþjónustu síðustu ár hefur hleypt samfélaginu í uppnám.

Hömluleysi ferðaþjónustunnar er af mörgum talin ein aðal ástæða verðbólgunnar og húsnæðisskortsins sem nú er glímt við.

Nú eru almennir íbúðareigendur og smáfyrirtæki að borga þenslu ferðaþjónustunnar með hærri vöxtum, kjararýrnun og íbúðaskorts.

Fróðlegt væri að taka saman hver er nettó virðisauki ferðaþjónustunar þegar allt er talið fyrir íslenska þjóðarbúið og almenning í landinu:  

Erlent farandverkafólk fer með launin sín úr landi 

Arðsemi fjármagnsins  er líkt og laxeldisins fer úr landi.

  Uppkaup á náttúruperlum og víðáttum Íslands lagt undir

Orku grátkórinn- 

Nú er aftur komið mikið tára flóð. 

Slagurinn um náttúruna- fossana- vindinn- orkukaupendur. 

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, forstjóri Landsvirkjunar og "eigendur" orkufyrirtækja leiða grátkórinn ásamt gömlum félögum úr "LÍÚ"( SFS) kórnum

   Allt sveipað hulu " grænnar orku"  sem enginn hefur skilgreint nema  "fjárfestar".

(Var ekki markmiðið að draga úr orkunotkun - Rammaáætlun um orkusparnað)

Búið er að innleiða orkutilskipanir ESB  og ryðja úr vegi öllum  "samkeppnishindrunum"

Allt er tilbúið fyrir orku"grátinn" 

Nú "gráta" gjarna þeir sömu og eru búnir að fá fiskinn í sjónum, náttúruperlur landsmanna, hótelin, rútufyrirtækin sem ferðaþjónustan grét yfir. 

Jafnvel þeir sömu sem fengu íbúðir almennings, firði og voga fyrir lúsuga laxinn sinn og fiskikvótann  "gráta".

 Orkuskortur ! - Orkuskortur !- heimilin munu ekki fá rafmagn - við verðum að virkja !.

Hrópin eru þekkt

"Hvernig vogar þú þér að vera á móti "grænvæðingunni" ?

Viltu þú gera heimili þitt rafmagnslaust?

  Já hótanir ganga á milli grátkviðanna. 

Áratuga reynsla í "gráti" að baki 

Samtímis eru innleiddar orkutilskipanir ESB sem  heimila takamarkalausa "samkeppni"  um orku og frjálsa verðlagningu. 

SI vísa því al­farið á bug, sem ýjað er að í grein orku­mála­stjóra, að sam­tök­in legg­ist gegn vernd fyr­ir ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki. SI tala fyr­ir markaðslausn­um "

Við sem héldum að raforka væri þjónusta almennings  en ekki markaðsvara gróðafyrirtækja.

 Nú skal bara leggja sæstrengi til þess að geta boðið orku á alþjóðamarkaði  eða bjóða á spottprís erlendum gagnaverum  og bitcoin greftri sem enginn veit hver á.

Já nú skal "grátið" og grátið hátt. 

  Margir þeir sem hæst "gráta" eru jafnvel þaulæfðir í öllum "grátkórum"" síðustu ára tuga. 

"Grátkór" þeirra sem nú vilja leggja undir sig orkuna og orkumarkað landsmanna, dýrmætar náttúru vættir og auðlindir og  munu gráta hátt og mikinn,

ekki síður en þegar taka átti nokkra fiska úr sjónum undan meintu "eignarhaldi" þeirra.

Grátkórinn um orkuna er kominn á fullt

Vakið! Vakið !  Gleðilegt nýtt ár kæra þjóð

 

 


mbl.is Skýtur föstum skotum á orkumálastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband