Leyfum þjóðinni að anda

Veirufárið hefur tekið á. "Áhættuhópar" lokaðir inni. Margir ekki mátt hitta sína nánustu. Börn veifa afa og ömmu inn um rúðuglugga. Einstaklingar deyja í einrúmi og jarðaðir í kyrrþey.

 Hvernig væri að leyfa úti­leg­ur, úti­hátíðir, tón­leika, fer­tugsaf­mæli, brúðkaup inn­an land­stein­anna þar sem smit­hætt­an hér á landi er nán­ast eng­in“ 

segir Bryndís Sigurðardóttir, smit­sjúk­dóma­lækn­ir á Land­spít­al­an­um í ræðu sem hún flutti á ráðstefnu um Kórónuviruna í dag.

Bryndís seg­ir að far­ald­ur­inn hafi tekið á innviði brot­hætts heil­brigðis­kerf­is og henni sé til efs að þjóðin verði jafn fórn­fús og hún var þegar önn­ur bylgja smita kem­ur. Eng­inn efi sé um að önn­ur bylgja smita komi, þetta sé aðeins spurn­ing hvenær það verði. Fjölda­skimun mun ekki úti­loka það.  

"Nýt­um frek­ar það sem heims­far­ald­ur­inn hef­ur hingað til kennt okk­ur. Virðing fjar­lægðarmarka fyr­ir ákveðna hópa, hand­hreins­un, enda­lok handa­bands­ins og al­mennt hrein­læti. Hlut­verk þess­ara þátta í bar­átt­unni gegn veirunni má ekki van­meta, seg­ir Bryn­dís.

Seinkum "opnun" landsins

Bryn­dís kom inn á mögu­leik­ann á að seinka opn­un lands­ins og leyfa lands­mönn­um að njóta þess að landið er COVID-19-laust.

„Hvernig væri að leyfa úti­leg­ur, úti­hátíðir, tón­leika, fer­tugsaf­mæli, brúðkaup inn­an land­stein­anna þar sem smit­hætt­an hér á landi er nán­ast eng­in,“ seg­ir Bryndís.. 

Hætt er við að opnun landsins eins og nú er fyrirhugað upp úr miðjum júní muni enn á ný leiða óöryggi og kvíða yfir þjóðina: Reka eldra fólk og öryrkja aftur inn í hýði sitt.

Munum við áfram þurfa að líta á náungan sem óvin með rýting í hendi með banvænni veiru á oddinum.

Auglýsa verður sérstaklega staði fyrir Íslendinga og aðra staði fyrir erlenda ferðamenn? Er það sem þjóðin vill, held ekki

Forðumst háskaleik 

Er líklegt að landsmenn  munu  fara á þá staði sem erlendir ferðamenn flykkjast á?

Þeir sem hæst hafa nú fyrir hönd ferðaþjónustunnar um hópsmölun á erlendum ferðamönnum til landsins gætu verið í háskaleik gegn atvinnugreininni og þjóðinni allri.

Njótum þess að draga andann  

Leyfum landsmönnum að njóta sín í friði í nokkra mánuði. Þannig komumst við útúr kreppunni bæði andlega, félagslega og efnahagslega. 

 

mbl.is Hópskimanir ekki rétta leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband