Kvíði og reiði vegna bráðræðis stjórnvalda

"Ekki ríkir einhugur innan heilbrigðiskerfisins um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að opna landið á ný. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 

„Þessi ákvörðun um að opna landið er mjög umdeild. Það sýnist sitt hverjum. Margir af mínum kollegum eru mjög hugsi um þetta og jafnvel reiðir að þetta skuli vera gert,“ sagði Már í viðtali á Morgunvaktinni í morgun." Segir marga reiða yfir því að landið verði opnað

Valda kvíða og öryggisleysi

Það er mjög alvarlegt að fá þá tilfinningu að sóttvarnir og heilbrigðismál þjóðarinnar séu settar póitískt til hliðar í yfirlýsingakeppni milli einstakra ráðherra.

Mikilvægt að halda trausti þjóðarinnar  

Vissulega er staðan atvinnu- og félagslega alvarleg en  kvíði og vantraust á aðgerðir stjórnvalda í veirumálinu eru miklu alvarlegri fyrir þjóðarsálina.

Þessa ákvörðun stjórnvalda og forgangsröðun þarf að endurskoða.

Útrýmum veirunni fyrst á Íslandi og náum eðlilegum samskiptum innanlands.

Bíðum svo átekta

Ljúkum fyrst kjarasamningum við hjúkrunarstéttirnar


Bloggfærslur 18. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband