Fimmtudagur, 16. maí 2013
Glæsilegt hjá Eyþóri Inga
Ég á líf, Ég á líf - vegna þín - fór áfram í úrslitin n.k. laugardag. Við öll erum mjög stolt.
Eyþór Ingi hefur afar fallega og mikla rödd og tæra tóna. Baksviðið gaf í senn hlýjan og sterkan bakgrunn fyrir bæði lag og texta.
Það yljaði okkur sem erum á "sauðskinnskónum" að heyra textann fluttan á íslensku. Það gerði allan flutninginn enn þá áhrifameiri, miklu frekar en að hnoða honum yfir á ensku eins og var títt hér fyrir nokkrum árum.
Hlökkum til laugardagsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2013 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. maí 2013
Háir vextir eru hagstjórnarmistök Seðlabankans
Himinháar hagnaðartölur bankanna
Meðan útlánavextir eru í himinháir eru innlánsvextir eru hér jafnvel neikvæðir í 3-4% verðbólgu. Manni sundlar við að heyra í fréttum gríðarlegar hagnaðartölur bankanna sem þýðir að þeir bólgna út af íslenskum krónum. Sem betur fer koma gjaldeyrishöftin í veg fyrir að hægt sé að flytja þessa peninga úr landi hömlulaust því til þess höfum við alls ekki gjaldeyri og munum ekki eiga á næstu árum.
Við eigum svo mikla möguleika ef rétt er á haldið
Það er hrópað á innlendar fjárfestingar til að örva atvinnulíf og framleiðslu og þar með nettó gjaldeyristekjur. Ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn, garðyrkjan, fiskeldið, matvælavinnslan og nýsköpunin skortir fjármagn og það eru til krónur sem þarf að koma í notkun. Það sér hver heilvita maður að vinnulag og sjálftökuvald Seðlabankans í þessum efnum gengur ekki. Kallað er eftir og lofað niðurfellingu skulda hjá bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Sum fyrirtæki hafa nú þegar fengið miklar niðurfellingar önnur ekki. Síðan eiga þau að keppa innbyrðis á þessum háu vöxtum. Sér nú hvert er óréttlætið. Fyrsta skrefið í þessum efnum ætti að vera það að lækka vextina og jafna aðstöðumuninn.
Beitum íslensku krónunni til eflingar atvinnulífs
Háir stýrivextir Seðlabankans og síðan bankakerfisins í heild hafa tafið uppbyggingu og nýsköpun í atvinnulífinu og þrengt með óeðlilegum hætti að skuldurum. Fyrsta skrefið ætti að vera að lækka stýrivextina umtalsvert t.d. niður í 2-3% svipað eins og er í nágrannalöndunum. Við eigum að koma í notkun þeim peningum, íslenskum krónum sem hlaðast upp í bönkunum hér heima til hagsbóta fyrir almenning og eflingar atvinnulífs í landinu á okkar eigin forsendum . Seðlabankinn segist eiga að fara að stefna stjórnvalda. Látum hann gera það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)