Dagróðrabátar veiða síld upp við landsteina á Breiðafirði

Það er mér persónulegt gleðiefni að 32 smábátar skulu nú þegar  hafa fengið leyfi til síldveiða og hafið veiðar á innanverðum Breiðafirði. Síldveiði í Breiðafirði. 

 Það var sérstakt baráttumál hjá mér að losa um hluta síldveiðiheimildanna  úr höndum stórútgerðarinnar til smábáta.  Áður urðu heimamenn að horfa á síldina nánast ganga á land í stórum torfum án þess að mega veiða einn einasta fisk. Það gerðist þó ekki átakalaust.  Og þó hér sé aðeins um 2000 tonn að ræða, skipta þau máli til  atvinnu og verðmætasköpunar í þeim sjávarbyggðum sem geta nýtt sér það.

Eins og fram kemur á meðf. frétt Mbl. eru fiskverkendur sem taka á móti síldina og vinna hana alla á staðnum bæði í Stykkishólmi og á Rifi.

Síldin er fullunnin í heimahöfnum á svæðinu.

 

Bloggfærslur 22. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband