Vatnsveitur eru þjónustustofnanir en ekki gróðafyrirtæki

"Orkuveita Reykjavíkur -vatns og fráveita sf. (OR) gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum kr. til eiganda síns í fyrra" án heimildar,

"Það má ekki taka hagnað eða arð af vatni á Íslandi. Það á ekki að kosta meira en stofn- og rekstrarkostnaður vatnsveitunnar,“Segir Breki formaður Neytendasamtakanna.

„Það er mat ráðuneyt­is­ins að sveit­ar­fé­lög­um er óheim­ilt að greiða sér arð úr rekstri vatns­veitna. (…) Það er mat ráðuneyt­is­ins að hug­takið „fjár­magns­kostnaður“ í skiln­ingi 10. gr. laga [um vatns­veit­ur sveit­ar­fé­laga], verður ekki túlkað með þeim hætti að það geti náð yfir áætlaðan kostnað/​arðsem­is­kröfu sveit­ar­fé­laga af bundnu eig­in fé í vatns­veit­um,“ seg­ir í svari ráðuneyt­is­ins.

Þessi úrskurður Samgöngu og sveitarstjórnaráðuneytisins gæti sett veruleg strik í reikninginn fyrir þau sveitarfélög sem áforma að einkavæða og selja vatnsveitur sínar eins og hvert annað fyrirtæki í samkeppnisrekstri


mbl.is Orkuveitan skuldi neytendum mögulega milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband